Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 7
Mynd þessi er tekin um borð í íslenzkum togara á Nýfundnalandsmiðum. ast núll, því að skipið 'hallar ýmist í stjór eða bak. — Mið- línuhæð skipa (GM) ræður mestu um stöðugleika þeirra, og er stöðugleikinn í réttu hlutfalli við stærðina á gildi miðlínuhæð- ar og minnkar eftir því sem þungamiðja skipsins (G) flytzt ofar og miðlínuhæðin lækkar. — ★ — „Svo' líður nóttin og skip- verjar berja klaka þrotlaust alla nóttina í reiðanum, á stjórn- palli og hvalbak og notuðu til þess öll tiltæk verkfæri, spanna, járnbolta, sleggjur o. fl., en ekki höfðum við neinar axir, sem tvímælalaust eru bezt til þess fallnar að berja lclakann. Þær verða áreiðanlega hafðar með í næstu túrum. Skipshöfnin sýndi mikla hörku og dugnað við þetta starf, enda var hún samvalin, allt vanir sjómenn og þrekmikl- ir“. Um nóttina losa þeir sig við báða björgunarbátana og log- skera bátauglurnar í sundur, og til tals kemur að skera í sundur. afturmastrið, til þess að létta skipið að ofan. „Til marks um það, hvað klakinn getur verið mikill, var stagurinn á pokabóm- unni, sem venjulega er eins og fingur manns að gildleika, orð- inn eins og tunnubotn, enda var hann ekki barinn. Þá var spilið orðið að einni klakahellu, sem náði upp undir brúarglugga, og ef skipið lá lengi niðri, myndað- ist klakabelti af lunningunni og niður á gang. Við gátum haldið klakanum niðri á vöntunum, hvalbaknum og á brúnni, og þegar við gátum náð klakanum af spilinu munaði það mjög miklu. Sannleikurinn er sá, oð maður finnur það elcki af hreyf- mgum skipsins, þegar það byrjar nð ísa“. Samtal þetta er mjög athyglis- vert og lærdómsríkt og má draga í efa, að margir þeirra, sem hafa orðið til frásagnar af tvísýnni baráttu við hættur yfirísingar, hafi komizt í krappari og tæpari hildarleik, en hin vaska skips- höfn Þorkels Mána. Fer þá hér á eftir lauslega vIkingur þýdd grein Norðmannsins Sverre Remoy úr brezka tíma- ritinu International Fishing News, októberhefti, s.l. ár. Togarasjómenn okkar, sem sækja þjóðinni björg á fjarlæg og oft hættuleg mið, flestir á gömlum og úreltum skipum, gætu einkum haft gagn af að lesa greinina. Grein sýna nefnir. höfundur „Yfirísing í Norðurhöfum". „Með orðinu ísing er átt við ís, sem myndast af sædrifi, sem gengur yfir skip, er heldur á móti sjó og vindi á þeim slóð- um þar, sem hitastigið er nógu lágt til þess að mynda hættu- lega yfirísingu. Slíkar aðstæðui’ eru vel þekkt- ar meðal sjómanna, sem stunda veiðar í Norðurhöfum og er oft- ast litið á þetta, sem óumflýjan- legt böl. Það er þó rík ástæða fyrir skipstjóra, sem sigla á norðlæg- um slóðum og ætla að halda skipi sínu á móti sjó og vindi að hug- leiða hvað ísing er hættuleg skipum; jafnvel þeim stærstu og öflugustu. Þetta er mjög áríð- andi, einfaldlega vegna þess, að sumir skipstjórar hafa tilhneig- ingu til að nota of mikið vélar- afl til þess að halda skipinu upp í veðrið. Ætlunin er auðvit- að, að liggja af sér storminn með aðferð, sem er arfur frá dögum seglskipanna. En þegar breytingar urðu með vélknúnum skipum í stað ségl- búinna, héldu skipstjórar vél- skipa sjó á sama hátt og fyrr á seglaöld. Þar af leiðandi lögðu þeir vél- skipi sínu til á sama hátt og væri það seglbúið. En í stað þess að nota segl varð nú að nota vél- arafl, til þess að halda skipinu upp í sjó og vind. Afleiðing þessa varð sú, að oft varð ýmist vél- arbilun, eða beinlínis stórtjón á vélinni. Mikil eldsneytiseyðsla orsakaði ennfremur kostnaðar- 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.