Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 13
Hugmynd Leonardo da Vincis að vindubrú. hið leynda samræmi, sem hann sá í sérhverri náttúrumynd og hverjum náttúrukrafti, og þá ekki síður í náttúrulögmálum, sem sjáanleg eru en verða ekki skilgreind. Hann kom auga á þau undirstöðulögmál, sem við- halda jafnvægi í náttúrunni, gerði áburðartilraunir og stjórn- aði vexti plantna. Hann kom auga á hringrás vatnsins í nátt- úrunni, ljós- og hljóðbylgjur. Hann skýrði spíralhreyfingu hringiðunnar í vatni og hvirfil- vindum. „Það eru hlutföll, sam- svörun, ekki einungis í tölum og mælingum, einnig í hljóðburði, þyngd, tíma og afstöðu og í hverskonar orku, sem vera skal“, sagði hann. Sjórinn var Leonardo sérstak- lega töfrandi rannsóknarefni. „Þegar. þú leggur saman og skil- greinir vísindin um hreyfingu vatnsins“, sagði hann, „ mundu þá eftir að setja undir hverja staðhæfingu hvar hún eigi við, svo að þau vísindi verði raun- hæf“. Hann fylgdi ótrauður og jók stöðugt við ýmsar kennisetn- ingar um efni sem hann hafði áhuga fyrir, svo sem orkumæl- ingar, þungaflutninga og áveit- ur. Svo hugfanginn sem Leonar- do var af þessum raunhæfu verkefnum, var þó uppáhalds- viðfangsefni hans hið frumlega fyrirbæri, rennandi vatn. Hugs- unin um hið ósýnilega snerti kjamann í náttúruheimspeki hans. Þegar hann rannsakaði árnar í f jallshlíðum Ítalíu, skynj- aði hann fljótlega að vatn á hreyfingu bjó yfir ótrúlega miklu huldu afli. í augum hans var vatnið náttúrlegur „púls- hestur" í senn stórkostleg skap- andi orka og eyðingarafl. Á þessu merkilega sviði rann- sókna hans, kom athyglisgáfa og stálminni ágætlega í ljós. I sönn- unarskini rannsakaði hann hvirf- ilstrauma í vatni af mikilli þol- inmæði, myndun þeirra og eyð- ingu, beitti leikni sinni og list til þess að gera snilldarlegar teikningar og myndir af þessu gagnsæja fyrirbrigði, sem ekki er VlKlNGUfi hægt að festa hendur á. Jafnvel allt til þessa dags, hefir ekki tek- izt að gera þrívíddarmyndir af straumiðu í vatni, þó öllum nú- tíma tækjum hafi verið beitt. Eina tiltæka aðferðin er að strá harpisdufti á vatnið og ljós- mynda það þannig. En því mið- ur, fæst á þennan hátt aðeins mynd af yfirborðinu. Það sem gerist niðri í vatninu er ósýni- legt. Vatnsvirkjunaráætlanir Leo- nardos voru byggðar á útreikn- ingum hans á eiginleikum og hreyfingum vatnsins. Gerðar í því skyni að skapa raunhæfar reglur um vatnsstöðufræðilegar og aflfræðilegar tilraunir og fylla margar síður í handritum hans. Þær leiða og enn betur í ljós að hinar vísindalegu fræðikenning- ar hans og aðferðir voru byggðar eingöngu á eigin athugunum. Gott dæmi um raunhæf not af athugunum hans eru frá ár- unum 1502—1505. Hann var þá um 6 mánaða skeið yfirverk- fræðingur við her Borgia keis- ara. Ferðaðist hann þá um or- ustusvæðin í Tuscany og Umbria, og gerði landabréf, sem eru raunverulega upphaf að landa- bréfagerð á nútímavísu. Seinna aðstoðaði hann við varnir Flo- rence í stríðinu við Pisa. Var honum þá falið það verk að breyta farvegi árinnar Amo í því skyni að útiloka Pisa frá sambandi við sjó. 1 stað þessa skaðsemdarverks, fann hann ráð og gerði tillögur um breytingar á farvegi árinnar á þá leið að hún yrði skipgeng á friðartímum öllum almenningi til blessunar. Af athugunum sínum á lögun fiska, gerði hann tillögur um breytta lögun skipa. 1 stað 'hins kringlótta botnlags, sem þá var algengast á skipum, lagði hann til að þau væru gerð snældulaga neðansjávar. Bætti þetta jafn- vægi þeirra og dró úr mótstöð- unni í sjónum, jók öryggi skip- anna og gang, — stórlega hag- kvæm nýjung fyrir siglingar allra landa. í nánu sambandi við vatns- orku-fræðiiðkanir hans voru hug- myndir hans um jarðmyndun og jarðfræði. Hann setti fram skoð- anir, sem almennt voru viður- kenndar, um botnfall er væri or- sök steingerfinga er fyndust í 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.