Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1963, Blaðsíða 30
Kojureykingar — Dauði Gefum dauðanum ekki svona auðvelda bráð. 1 sænska tímaritinu — Eld varnir — hafa undanfarið birzt frásagnir af eldsvoðum í skipum, og er í einni þeirra greint frá eldsvoða í sænska skipinu — Taurus — frá Stokkhólmi í haust. — Taurus — er 3450 brútto- lestir að stærð og lá á legunni við Temsármynni. Annar vélstjóri fórst og var. orsökin talin kojureyking. Slökkvilið var kallað úr landi, en fjarlægðin úr landi að skipinu var um 150 metrar. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var miðskipsyfirbyggingin nær al- 54 elda. Eldurinn brauzt út um kl. 04:30 og hvorki ferjur né aðrir bátar á ferðinni á þessum tíma sólarhringsins. Fyrsta aðstoðin barst á smábáti með utanborðsmótor. Eigandinn hafði vaknað við sírenuhljóð skipsins. Fleiri far- kostir bættust í hópinn: lögreglu- bátur og bátur tilheyrandi sjó- hernum, ásamt varðbát frá nær- liggjandi skipasmíðastöð. Þeg- ar slökkviliðið náði til skipsins geisaði eldurinn í vélarrúmi og neðan dekks miðskips og breidd- ist ört upp eftir miðbyggingunni. Flestir skipsverjar héldu sig í afturhluta skipsins og virtust ekki hafazt neitt að til þess að reyna að stöðva eldinn. Fyrstu slökkviliðsslöngunni var beint að lestarlúkunum á afturlestunum til þess að varna því að kviknaði í yfirbreiðslunni, svo og afturhluta vélarrúmsins. Næstu slöngu var beint að yfir- byggingunni miðskips til að hindra útbreiðslu eldsins. Þessar aðgerðir virtust brátt bera góð- an árangur. Um kl. 05:30 tilkynnti að- stoðarvélstjóri slökkviliðsstjór- anum að líkur bentu til að annar vélstjóri skipsins væri ennþá inni á eldssvæðinu. Slökkviliðsstjór- inn hafði strax og hann kom um borð, spurt hvort nokkur skip- verji væri í hættu en ekki fengið fullnægjandi upplýsingar um það vegna þess að enginn skip- verja, sem heyrði til virtist skilja enskuna nógu vel. Að fengnum þessum upplýs- ingum, var þegar sendur maður í reykvarnarbúningi inn á svæð- ið, þar sem eldurinn hafði verið slökktur. Hann fann annan vél- stjóra liggja örendan í einum ganginum í yfirbyggingunni. Um kl. 05:49 hafði útbreiðsla eldsins verið stöðvuð. 75% af yf- irbyggingunni var gjörbrunnið og vélarúmið illa farið af bruna, hita og reyk. Við réttarhöldin skýrði skip- stjórinn svo frá, að hann hefði vaknað kl. 04:00 við sírenur skipsins. Honum veittist erfitt að komast niður á aðalþilfarið. Fyrsti vélstjóri skýrði svo frá að hann hefði vaknað kl. 04:00 við reyk í klefa sínum. Hann vakti þegar skipverja og reyndi því næst að ræsa dælur skipsins. Hann skreið fram göngin, sem vélaöxullinn ligg- ur eftir og tókst að ræsa dælurn- ar, en varð brátt að hverfa aft- ur sama veg og hann kom. Af skýrslu skipstjórans mátti ráða, að aðgerðir skipverja hefðu lítil eða engin áhrif haft í þá átt að tefja útbreiðslu elds- ins. Þeir hopuðu fyrir eldi og hita, og skipstjórinn áleit að VÍKINGUB

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.