Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Síða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Síða 33
úrið og vafasaman áttavita. Það var ekki hægt að hafa kort eða siglingatæki í þessum bátum. Þeir voru svo nákvæmir sumir karl- amir að það skakkaði ekki einum faðmi á því sem þeir sögðu dýpið og því sem dýptarmælirinn mældi, eftir að hann kom. Svo- leiðis var með frænda minn Þor- geir Jóelsson sem var jafnaldri og leikbróðir Binna í Gröf. Hann var 28 ár með sama bátinn, sló öll met. Hann var svo nákvæmur að vita um dýpið að það skakkaði aldrei meir en einum faðmi á því sem hann sagði og mælirinn sýndi. Maður varð að byggja allt á eigin þekkingu og reynslu. Nú er ekki látið veiðarfæri í sjó nema fiskur sé undir því, það sjá þeir. Mínir samtíðarmenn og ég urðum að álykta sjálfir hvar fiskurinn var miðað við hvar hann var í gær og hvar hann var í fyrra, reikna út hvort hann væri kominn aftur o.þ.h. Maður varð líka að vera glöggur að miða. Það urðu þeir ekki eins sem aðfluttir voru í Eyj- amar og voru góðir fiskimenn. Við þekktum svo vel öll ömefni frá blautu bamsbeini.“ Að komast í fisk — Voruð þið nokkuð að hafa hátt um það ef þið komust í fisk? „Nei, það var reynt að fela það“, Eyjólfur kímir og horfir fjarrænum augum út um glugg- ann á háhýsið sem blasir við hon- um núna. „Gekk þér ekki vel að fiska“, spyr ég ögrandi og vonast eftir frægðarsögum. „Jú, það gekk vel. Já.“ Meira segir hann ekki. — Þú ætlar ekki að fara að monta þig af því? „Nei“, segir hann ákveðinn. „Ég fékk þessa vísu einu sinni, bætir hann svo við: Eyvi á Bessa er eins og fyrr alltaf á sömu miðum kyrr ef hann segir ekki orð þá er allt í lagi um borð.“ VÍKINGUR 1 Eyjólfur að skoða myndaalbúmin sín og gefa blaðamanni innsýn í lífið í Vestmannaeyjum fyrr á árum. Myndimar fyrir ofan hann eru málaðar af frænda hans. og gamli maðurinn hlær. „Það var víst ekki mikið kjaftað í talstöðina ef fiskur var. iMí ?'*’**•" Á veggnum hanga þrjú heiðursskjöl sem Eyjólfi hafa verið færð. Efst er heiðursfé- lagaskjal frá Skipstjóra- og stýrimannafé- laginu Verðanda í Vestmannaeyjum, þá heiðursskjal frá Bjargveiðimannafélagi Vestmannaeyja og neðst frá félagi Vest- mannaeyinga á Suðumesjum sem gefið var í tilefni áttræðisafmælis Eyjólfs. „Ég hafði nú ekkert unnið til þess að fá þetta skjal“, segir Eyjólfur „annað en að búa í Garðinum". Það var mikill metingur og kapp í mönnum í Eyjum á þessum árum. Það var metingur á milli formanna og oft sótt í blindbyl og 7—9 vindstigum á þessum smá- koppum. Þá varð maður að fylgja því til að dragast ekki aftur úr“, og Eyjólfur brosir annars hugar. „Ég hætti á sjónum 1962 og fór að vinna hjá reiðaranum í saltfiski og seinna við veiðarfærin. Það var nú það. Ég er nú orðinn svo skjálfhentur, get bara skrifað með blýant en Guðjón Ármann sonur minn er oft að biðja mig að skrifa minningar mínar og aðstoða mig við það. Ég hef nóg efni, það er bara að koma sér að því.“ Og ég kveð þennan elskulega gamla mann sem gefur okkur sem yngri erum trú á að aldurinn skipti ekki máli ef maður verður svo gæfusamur að halda sér við í andanum og vera virkur í hugsun þrátt fyrir 84 ára erfiða starfsævi. Megi hann halda því til æviloka. E.Þ. 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.