Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Side 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Side 58
FtLAGSMAL Heiöar Kristinsson skipstjóri í samninganefnd Skipstjórnafélags íslands Engin sér- réttindi — aöeins jafnrétti 58 VÍKINGUR Varaforseti FFSÍ og formaður Vélstjórafélags islands, Helgi Laxdal, heldur sig við fyrri iðju með að úthúða skipstjórum vegna stefnu SKFÍ i lífeyris- málum. Ekki er það ætlun min að svara Helga í löngu máli, en aðeins nokkrar línur um líf- eyrismálin o.fl. Það er algjör misskilningur hjá Helga aö skipstjórar séu að krefjast einhverra sérrétt- inda fyrir sig, það er aðeins verið að krefjast sama réttar og flestir sjómenn hafa sem betur fer nú þegar, ekkert framyfir það. Helgi segist sammála því að sjómenn eigi þess kost að hætta störfum við 60 ára aldursmörk, en sér ekkert athugavert við að nokkur hluti manna búi við það, að lifeyrir skerðist um 0,5% á mánuöi sem hætt er störfum fyrir t.d. 70 ára aldur, sem þýöir 10 ár x 12 mánuöir x 0,5. Út úr þessu kemur 60% skerðing. Meðan svo er þá er tómt mál um að tala að hætta við 60 ára mörkin. Ekki eru nú skipstjórareinir um þessa skoöun, sem betur fer, og minni ég á samþykkt aðalfundar Stýrimannafélags Islands 1986 svo og á sam- þykkt síðasta þings FFSÍ. Við lestur þingtíðinda FFSÍ nokkuð aftur i timann og ann- arra samþykkta hef ég hvergi séö að slaka eigi á kröfunni um 60 árin, og á einum staö las ég samþykkt um að stefna skuli að 55 ára marki. Ég verð þvi miður að játa það að sé varaforseti FFSÍ að fylgja eftir samþykktum þinga FFSÍ i þeim málflutningi sem hann hefur viðhaft að undan- förnu í lifeyrismálum þá skil ég ekki islenskt mál. Afgreiösla kjarasamninga Varðandi gagnrýni mína á atkvæðagreiöslu um siðustu kjarasamninga þá er hún sett fram af góðum hug enda tel ég mér málið skylt sem fé- lagsmaður i Stýrimannafé- laginu. Það er alveg sama hversu vel fundir eru auglýst- ir i þessum félögum, okkar menn sem eru bundnir við skip sin hafa enga möguleika á aö koma á fundi á einhverj- um ákveðnum tíma hversu gjarnan sem þeir vilja, enda sýndi fjöldi fundarmanna það, 29 menn ef ég man rétt úr Dagblaðinu. Leiguskipin Helgi Laxdal segir í grein sinni i 11, —12. tbl. Vikings 1986 að i Ijósi upplýsinga sem hann hafi fengið frá Eimskip og Skipadeild um fjölda leiguskipa hjá þeim þá sé það rétt sem hann hafi haldiö fram áöur (3 leigu- skip). Mér er meö öllu óskilj- anleg sú afstaða varaforseta FFSÍ að gera alltaf minna úr þessum málum en efni standa til. Þegar grein Helga er skrif- uð eru leiguskip þessara tveggja félaga fimm sem öll eru i feröum á áætlunnarleiö- um félaganna og öll ennþá með erlendum áhöfnum hvað sem siöar veröur. Það fer varla hjá þvi að þetta viti Helgi. Það er að visu rétt að búið er að skila Per Trender en skömmu siðar var komið skip að nafni Estetrade i fastar áætlunarsiglingar Skipa- deildar. Það skip er eins og öll þessi skip leigt til nokk- urra mánaða þó að þau hafi svo ilengst hér, jafnvel árum saman með sínum erlendu áhöfnum. Áhætta af siglingum verður eflaust alltaf fyrir hendi, rétt eins og i öllum atvinnurekstri. Þeirri áhættu á þó ekki að mæta með þvi að afhenda er- lendum aðilum þennan at- vinnuveg, allra sist ef hugaö er að þvi hversu háðir viö erum siglingum með nær all- an flutning að og frá landinu. Þrátt fyrir að Helgi hafi þaö frá Eimskip að siglingar til Bandaríkjanna séu mjög ótryggar þá virðast þær ekki ótryggari en svo að frá þvi fé- lagið skilaði Laxfossi (sum- arið 1985) þá hefur alltaf ver- iö erlent leiguskip með er- lendri áhöfn á þessari leiö á móti Bakkafossi. Það verður að virða mér og öðrum, sem gert hafa sigling- ar að ævistarfi sinu, til vorkunnar að við höfum áhyggjur af þeirri þróun sem orðin er i þessum leiguskipa- málum og ekkert lát sést á. Skipstjórafélag íslands hefur við öll tækifæri látið vanþókn- un sina í Ijós í þessu máli, sömuleiðis ályktaði Stýri- mannafélagið um leiguskip á aðalfundi 1986 og Sjó- mannasambandið á þingi sinu s.l. haust. Frá heildarsamtökum okk- ar, FFSÍ, sem er sá aðili sem að minu viti ætti seint og snemma að senda frá sér mótmæli vegna þessara mála, minnist ég ekki að hafa heyrt orð um þessi mál. Vel- virðingar er beðið fari ég hér rangt með. Að endingu leyfi ég mér að taka undir sþurningu Sigur- jóns Valdimarssonar ritsjóra Víkings úr9. —10. tbl. Vikings 1986 þar sem hann spyr: Hvað erum við Islendingar aö gera sjálfum okkur? Sú spurning á ekki aðeins við um fiskiðnað þar sem nú stefnir í alvarlega hættu á okkar langstærsta og mikil- vægasta markaði, Banda- ríkjamarkaðinum, spurningin á líka við um nýsmiði og við- gerðir fiskiskipa, kaupskipa- útgerð og ótal margt fleira. Mál er að linni.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.