Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Side 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Side 10
■ ■ ■ Sigldum heim Eggert vill ekkert gera úr af- reki sínu sem aflamaður. „Það verður bara eins og hvert ann- að karlagrobb að fara að tala um það“, segir hann þegar ég impra á þessu. I nýútkominni bók, sem nefnist „Sambúð manns og sjávar", eftir Gísla Pálsson, þar sem fjallað er um og reynt að komast að niður- stöðu um þátt skipstjórans í veiðunum, er mikið fjallað um Eggert og raunar Þorstein bróður hans líka, en hann er fermingu, hafi hann staðið mitt á meðal þaulreyndra sjómanna og dregið meira en þeir. Og jafnvel þótt sjómennirnir yrðu ekki varir dró Eggert fisk. Hann er nefnilega ekkert síður fiskinn á dreifðan fisk en torfufisk. Dreymir fyrir afla „Það er rétt, ég er berdreym- inn. Mig hefur alltaf, frá því að ég byrjaði skipstjórn, dreymt fyrir afla og mig dreymir enn. Fjölskyldan, Eggert og Regína með börnum sínum fjórum. 10 VÍKINGUR einnig þekkt aflakló. Eggert getur ekki annað en viðurkennt að skýrslur sýni að afli hans hefur alla tíð verið langt fyrir of- an landsmeðaltal, og það svo að ótrúlegt má telja. Á Víði II. sem var 56 tonna trébátur var hann með fimm sinnum meiri afla en landsmeðaltal á síld. Þetta segir sína sögu. Þor- steinn bróðir hans sagði mér frá því að þegar Eggert reri á handfæri, strákur innan við Það hefur komið fyrir að ég hef verið vakinn af svefni, án þess að nokkur af áhöfninni hafi komiö inn til mín. Þá veit ég að það er merki um að nú sé afla að vænta. Það er ekki langt síð- an ég var sofandi um borð í Njáli, að við mig var sagt í svefni: „Eigum við ekki að fara að koma okkur af stað? Ég rauk upp og af stað og við mok- veiddum. Svona er þetta oft“. — Þorsteinn bróðir þinn sagði að þig hefði stundum dreymt fyrir því hver yrði efstur á úthaldinu, jafnvel að þú hefðir vitað hvernig þér myndi ganga allt árið. Er þetta rétt? „Það má túlka hlutina á alla vegu. Mig dreymir oft Sigurðar- nafnið, það boðar alltaf vel- gengni. Það er mjög gott að dreyma nafn sem byrjar á Sig- ur-. Einu sinni dreymdi mig að ég væri orðinn skipstjóri á Gull- fossi. Við urðum hæstir á öllum veiðum það árið. í vor er leið, þegar við vorum á snurvoð á Njáli, dreymdi mig að ég sæi togarann Sigurð, mig dreymir hann oft. í draumnum voru þeir á Sigurði komnir með gríðar- lega stóra lúðu á síðuna og ég sá að þeir náðu henni ekki inn- fyrir. Ég greip gamla ífæru og stakk í lúðuna og náði henni innfyrir. Næstu daga á eftir fengum við á Njáli mjög góðan afla. Fyrir nokkrum árum var ég á síld fyrir austan með Kristin frá Ólafsfirði. Við fengum svo stórt kast að það fyllti Kristin og tvo aðra báta sem við gáfum úr nótinni. Kristinn var svo hlaðinn að sjór flæddi á dekk. Báturinn hafði verið lengdur nokkru áður og ég vissi ekki að láðst hafði að loka götum aftan til í lestinni, svo að sjór flæddi niður í vélar- rúm og það drapst á Ijósavél- inni. Vélstjóranum tókst að setja trétappa í götin og koma Ijósavélinni af stað aftur. Það munaði ekki miklu að við misst- um bátinn niður. En ég var sall- arólegur vegna þess að daginn áður hafði mig dreymt nafnið Sigurður Sigurðsson. Þetta stóð tæpt að vísu en bjargaðist allt saman. Ég verð að játa að mig dreymir afar oft fyrir því sem framundan er, bæði góðu og slæmu. Ég tek undir með þeim sem sagði að oft er Ijótur draumur fyrir litlu efni. En það getur verið óþægilegt að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.