Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1991, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1991, Blaðsíða 5
RITSTJORMARGREIM síðasta aðalfundi Vélstjórafélags ís- lands var samþykkt tillaga þess efnis, að félagið gengi úr Farmanna- og fiskimanna- sambandi Islands, sem þýðir í reynd að félagið hafnar samstarfi við önnur yfirmannafélög sjó- manna innan FFSÍ. Þess skal jafnframt getið að aðeins um 2,5% félagsmanna VSFI sátu um- ræddan aðalfund, en væntanleg atkvæða- greiðsla innan félagsins leiðir í Ijós hvort sam- þykkt aðalfundarins stendur eða fellur. Það er mikil ábyrgð að rjúfa samstöðu yfir- manna til sjós. Framundan eru miklir óvissutímar í hagsmunamálum sjómanna og er nærtækast að nefna ágreining um stjórn fiskveiða, óleystan vanda lífeyrissjóða, stigmagnandi aðför að skattaafslætti sjómanna, útflöggun íslenska kaupskipaflotans, óvissu um afleiðingar vegna aðildar íslendinga að fyrirhuguðum samningi um evrópskt efnahagssvæði og síðast en ekki síst verður fyrr en seinna að ganga frá mörgum laus- um endum í kjarasamningum sjómanna, sem krefst samstöðu en ekki sundrungar ef árangur á að nást í þeim efnum. ídag má heyra tvær til þrjár raddir frá jafnmörg- um heildarsamtökum sjómanna, þegar Lands- samband smábátaeigenda er talið með Far- manna- og fiskimannasambandi íslands og Sjó- mannasambandi íslands. Að fjölga málsvörum sjómanna út á við, sem hæglega geta verið ósammála, leiðir einungis til þess að minna mark verður tekið á okkur, t.d. hjá stjórnvöldum og öðrum þeim sem við sjómenn þurfum að hafa samskipti við. Með hliðsjón af þessu mun rofin samstaða milli skipstjórnarmanna og vélstjóra aðeins verða til þess að veikja heildarhagsmuni yfirmanna til sjós. Nú er það einu sinni þannig, að stéttirnar eiga miklu meira sameiginlegt en hið gagnstæða, enda starfa þær á sama vinnustað, samið er við sömu vinnuveitendur eða samtök þeirra um kaup og kjör, umbætur í öryggis- og björgunarmálum er báðum stéttunum jafnmikið kappsmál, sömu sögu er að segja um sérstöðu sjómanna í skatta- og lífeyrismálum. Hæglega má bæta við þessa upptalningu á sameiginlegum hagsmunum yfir- manna til sjós eða sjómanna almennt. En þess ber að geta að nefnd á vegum FFSÍ, sem sett var á laggirnar fyrir atbeina vélstjóra á síðasta þingi FFSÍ, hefur lagt til að stefna beri að einu lands- sambandi allra sjómanna á íslandi, sem er miklu uppbyggilegra markmið en stefna stjórnar VSFI um úrsögn úr FFSÍ, þegar hagsmunir sjómanna eru hafðir að leiðarljósi. í þessu sambandi ber einnig að taka fram að hugmynd um eitt lands- samband íslenskra sjómanna byggt á þremur sérgreinasamböndum -skipstjórnarmanna, vél- stjóra og undirmanna - hefur verið varpað fram, meðal annars af formanni VSFÍ. Tveir augljósir gallar eru á þessari hugmynd. í fyrsta lagi liggur þverstæða i því að nauðsynlegur undanfari fyrir stofnun eins landssambands sjómanna sé að rjúfa núverandi samstöðu yfirmanna og halda það að auðveldara sé að fá þrjá aðila tilsamstarfs en tvo. Ef forysta VSFÍ unir hag sínum illa í FFSÍ, er henni þá værara um set sem aðila í öðrum heildarsamtökum sjómanna? í öðru lagi felur hugmyndin í sér óhagræði í rekstri sjómanna- samtakanna, því hún miðast við að auka yfir- bygginguna, sem mun frekar auka kostnað og fjarlægð milli hins starfandi sjómanns og þeirra sem væntanlega kæmu til með að stjórna og starfa í slíku landssambandi. Sú nefnd sem minnst var á hér á undan hefur lagt fram tillögur að breytingum á lögum FFSI. Þessar tillögur eru aðallega byggðar á hugmynd- um fulltrúa vélstjóra í umræddri nefnd. Tillögurnar snerta fyrst og fremst breytingar á lögum og þing- sköpum FFSÍ um tillnefningu og kjör forseta og stjórnar sambandsins, þannig að jafnræði sé með skipstjórnarmönnum og vélstjórum. Því mið- ur og fyrir einhverjar sakir hafa þessar tillögur ekki verið ræddari stjórn Vélstjórafélags íslands, hvað þá heldur kynntar fyrir hinum almenna fé- lagsmanni sama félags, sem á að taka afstöðu til þess hvort hann kjósi áframhaldandi samstarf í samtökum með öðrum yfirmönnum til sjós eða fara út í óvissuna, baráttu um völd, athygli, metn- að og sitthvað ótalið fleira, sem aðeins bitnar á hagsmunum sjómannanna sjálfra. Eins og áður segir er það mikil ábyrgð að rjúfa samstöðu yfirmanna til sjós. Mér segir svo hugur um að úrsögn VSFÍ úr FFSÍ verði dragbítur á framgangi hagsmunamála sjómanna og verði til lítils annars en að skemmta skrattanum. Að lok- um hvet ég alla vélstjóra til að íhuga vandlega þessi mál í heild áður en þeir greiða atkvæði um hvort samtök yfirmanna til sjós haldist ósundruð, þannig að þau geti með fullum krafti tekist á við þau fjölmörgu verkefni sem snerta hagsmuni okkar í framtíðinni. Guðjón A. Kristjánsson forseti FFSÍ Ber er hver að baki. . . VÍKINGUR 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.