Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Blaðsíða 51
VÍKINGUR strandsiglingunum, maður var þá meira heima.“ Njáll minnir á þá miklu óánægju þegar Skipaútgerð ríkisins var lögð niður og segist búast við að þjónustan sé orðin öðruvísi núna. „Þá var farið á hverja einustu höfn.“ Hann segir að mjög mismunandi hafi verið að sigla á þessa staði og eins og menn vita hafi oft verið erfitt að eiga við innsigluna á Hornafirði og sé enn. „Það var oft sem þurfti að snúa við fyrir utan ósinn.“ Njáll lenli hins vegar aldrei í neinum vandræðum þar. Komist í hann krappan Eins og við er að búast drífur margt á daga manns sem verið hefur á sjó í næstum hálfa öld. Njáll hefur að minnsta kosti tvisvar lent í sjávarhás- ka. I fyrra skiptið var hann á togaran- um Fylki sem fórst árið 1956, þegar hann fékk tundurdufl í trollið. Skipið var þá statt út af Vestfjörðum. „Við vorum búnir að „slóa“ um nóttina og létum fara um fimmleytið. Við hífðum svo korter fyrir sjö og þá gerðist það, tundurduflið var í trollinu.“ Það var Sextugur á sjónum og að sjálfsögðu er haldið upp á daginn með rjómatertu. Pað verður að hafa gát á öllu og það fer ekki á milli mála að Njáll lætur ekkert framhjá sér fara. hægviðri, en haugasjór þegar þetta var. Fylkir sökk á fimmtán mínútum. Öll áhöfnin, 32 skipverjar, bjargaðist um borð í lítinn trébát. „Það var þröngt setið.“ Áhöfnin þurfti að hafast við í bátnum í um það bil klukkus- tund. „Þá kom togarinn Hafliði og tók okkur upp.“ í hitt skiptið sem Njáll lenti í háska var árið 1969. Þá var hann á togaran- um Hallveigu Fróðadóttur. Togarinn var staddur vestur undir Snæfellsjökli. „Við lögðum af stað úr höfn um klukkan sex og það kviknaði í honum um klukkan fjögur um nóttina." Ekki er ljóst hvað gerðist, en sex skipverjar fórust í brunanum. Varðskip kom Hallveigu Fróðadóttur til aðstoðar. Njáll slapp sjálfur án meiðsla. Þetta eru einu raunverulegu sjávarháskarnir sem Njáll hefur lent í á löngum ferli. Hverju þakkarðu það? „Manni hefur bara verið stjórnað, það hefur einhver verið með manni, segi ég alltaf.“ Nú er oft talað um að sjómenn og íþróttamenn séu hjátrúarfullir. Ertu hjátrúarfullur? „Ég veit það ekki, það getur verið.“ Njáll segir að það hafi ekki hvarflað að sér að hætta á sjónum eftir að hafa í tvígang lent í hættu. Njáll sér til þess að ekkert fari úrskeiðis þegar verið er að æfa sig að lækna úr þyrlu. Það er Þórgunnur Ársælsdóttir læknir sem stendur við hlið Njáls. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.