Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Síða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Síða 24
VÍKINGUR á sér og láta hana óáreitta, skít, heið- bjartan himin, að ösla mikinn fjöru- gróður, formann kyssa háseta, bátinn vera að sökkva, fagra öngla, grjót, mjólk, kaffi með brauði o.s.frv. Aftur á móti er afleitt að dreyma kvenfólk, bæði fyrir sjóferðir og á sjó. Þær vita á storma og vitlaust veður. Berar konur eða konur sem daðra við dreymandann eru alverstar, jafnvel feigðarboðar. Þær hafa verið taldar tákn Ægisdætra en fæstir vilja lenda í faðmi þeirra. Séu draumkonurnar löngu látnar eða sitji þær við stýri skipsins er von á áföllum, jafnvel andláti úr röðum áhafnar. Kven- mannsnafnið Margrét í draumi er talið slæmur fyrirboði fyrir sjómenn. Varhugavert er að dreyma svartan kött eða rottu áður en farið er til sjós. Að dreyma hljóðfæraleik er fyrir stormi. Dreymi menn að skip sé rauðmálað ferst það með allri áhöfn. Þá er fyrir óhöppum að dreyma að skip manns brotni. Þvottur Ekki er talið gott að þvo fiskislor af bátum fyrr en vertíðinni er lokið, þá þvær maður burtu aflasældina. Af sömu ástæðum eiga menn ekki að þvo af sér slorið í róðri og sumir hafa fyrir sið að þvo ekki kaffibollana sína. Margir hafa trúað því að ákveðin föt, t.d. sokkar, húfur, vettlingar, háls- klútar o.s.frv., færi þeim fiskisæld og séu til heilla. Sumir telja ólán að þvo þessar llfkur, að minnsta kosti áður en vertíðinni lýkur. Norðlenskur sjómaður á sextugs- aldri sagðist hafa átt sama sjóteppið frá því hann hóf sjómennsku sextán ára gamall. Ekki hefur það verið þvegið í fjörutíu ár og alltaf sefur hann undir því þegar hann er til sjós. Teppið er orðið hálfgerður ræfill svo hann tók sig til fyrir nokkrum árum og saumaði utan um það sem eftir var af því. Án teppisins fer hann ekki á sjó og sagðist hætta sjómennsku ef teppið glataðist. Bannhelgi nafna Lengi hefur sú trú verið fylgifiskur þjóðtrúar að nöfn séu máttug og það geti skipt sköpum að nefna eða nefna ekki ákveðin fyrirbæri. Þessi hjátrú er þekkt. Á sjó má t.d. ekki nefna nöfn illhvela eins og búra, hrosshvelis, hundhvelis, stökkuls og nauthvelis. Til marks um það er þessi vísa: Kllídijarl SPARISJÓDSINS Öryggi í stað áhættu SPARISJÓÐURINN SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA ■ ■■■■■ -þar sem þú hefur forgang. 24

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.