Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Blaðsíða 22
VÍKINGUR Árni Konráðsson eftir 48 ára sjómennsku Reynsla sj ómanna er einskis metin - ráðlegg engum ungum mönnum að fara til sjós Hvað gera sjómenn þegar þeir hœtta störfum fyrir aldurs sakir? Varla leggja þeir árar í hát svo notuð sé líking úr sjómannamáli. Það verður að segjast eins og er að sjómennskan gerir mönnum erfitt fyrir með að stunda einhver áhugamál sem að gagni geta komið þegar sest er í helgan stein. Arni Konráðsson fór óvenjulega leið þegar hann ákvað að lœra tölvuinnslátt á námskeiði hjá Tölvuskóla Reykjavíkur. Árni Konrábsson í skólanum. „Ég hef sótt tíu námskeið í vélritun og mér gengur svona upp og niður,“ segir Arni þegar hann er spurður um árang- urinn af náminu. En hvatinn, hver var hann? Jú, Arni er að vinna að niðjatali langömmu sinnar, Hallfríðar Símonar- dóttur frá Brimnesi við Eyjafjörð, og hann ætlar sjálfur að slá upplýsingarnar inn á tölvuna. Arni var 47 ár á togurum sem háseti, bátsmaður og annar stýrimaður án réttinda. Það má sjá á höndum hans að þær hafa vanist því að taka á þyngri hlutum en lyklaborði á tölvu. En hann lætur sig hafa það að læra og ná tökum á fingrasetningunni. Aðspurður segir Árni tilviljun hafa ráðið áhuga sínum á ættfræðinni. Frændi hans í Ameríku vildi vita hvernig hann tengdist víkingum á íslandi og þá fór Árni að rekja ættina fram og aftur. „Langamma mín var merkileg kona. Ein stóð hún uppi með tvö börn og tókst að fæða þau og klæða. Árið 1857 gekk hún með bæði börnin frá Svarfaðardal yfir í Mývatnssveit.“ Fyrsta pláss Árna var á mótorbátnum Ingólfi Árnasyni frá Reykjavík, þá Bjarnarey VE, Elliðaey VE og Fylki frá Reykjavík. Árni var um borð þegar Fylkir fórst 25 sjómílur norður af Straumnesi 14. nóvember 1956. Tundurdufl kom í vörpu skipsins og sprakk við síðu þess með fyrrgreindum afleiðingum. Öll skipshöfnin, 32 menn, bjargaðist um borð í togarann Hafliða SI 2 frá Siglufirði og sakaði engan af áhöfn Fylkis. Af Fylki lá leiðin á Egil Skallagrímsson og þaðan á Sigurð RE. Þegar Sigurði var breytt í síldar- og loðnuskip hætti Árni þar. „Þegar nýir menn taka við skipum koma þeir með sína áhöfn með sér og þá er betra að hætta en vera sagt upp,“ segir hann. Um líkt leyti kom nýr togari til Reykjavíkur, Engey RE, og Árni fékk pláss. Nokkrum árum síðar bilaði skipið og Árni réð sig um borð í Otur frá Hafnarfirði og var þar um skeið. Síðustu 15 árin af sjómennskuferlinum var hann á Engey RE. Síðasti 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.