Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Blaðsíða 73

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Blaðsíða 73
VÍKINGUR maður er í þeim mun hærri púls þarf maður til að afkasta ákveðnu verki.“ I Ijósi þessarar slœlegu niðurstöðu fyrir sjómenn, hvernig skal bregðast við til að koma sjómönum íform? „Einstaka útgerðarfélag hefur sett sig í samband við okkur hjá Mætti til að útvega tæki. Það er gott og blessað, en aðalatriðið er að sjómönnunum sé kennt að nota tækin rétt. Til þess er nauðsynlegt að senda sérfróðan mann um borð í skipin. Helsta markmiðið með líkamsþjálf- un sjómanna er að koma þolinu í gott horf, þ.e. hjarta- og æðakerfinu. Þol- tækin eru best til að koma þessu í lag og í þeim flokki er um margs konar tæki að ræða. Einnig eru til tæki sem styrkja bol, herðar og axlir. Sjómenn þurfa ekki að hrúga upp lóðum og fara í einhverja kraftakeppni. Það er tómt rugl.“ Afhverju? „Sjómenn hafa ekkert að gera með það að vera að byggja upp einhverja voða upphandleggsvöðva. Þeir eiga að huga að þolinu, það er aðalatriðið." Ástæðan er fyrst og fremst hreyfingarleysi Magnús Olafsson kannaði m.a. þol sjómanna útgerðarfélagsins Granda hf. Utgerðarstjóri þar á bæ er Sigur- björn Svavarsson og hann viðurkennir að sjómennirnir hafi komið illa út úr þessum prófum. „Það sem einkennir sjómenn samkvæmt þessu þolprófi Máttar- Vinnuverndar er að þeir hafa lítið þol og ástæðan er fyrst og fremst hreyf- ingarleysi," segir Sigurbjörn „þeir hafa ekki sambærilegt þol á við aðra sem stunda einhverja líkamsrækt.“ Hver er ástæðan fyrir því að sjó- menn Granda voru sendir í þessi þol- próf? „Við vildum finna út hvaða tæki hentuðu best til að hafa um borð í skipunum og ennfremur vildum við hjálpa mönnum til að sjá hvar þeir stæðu líkamlega. Sumir ætla í fram- haldi af þessu að stunda líkamsrækt í fríum. Einhverjir sjómannanna fóru t.d. beint til læknis eftir að niður- stöður lágu fyrir úr þolprófinu vegna of hás blóðþrýstings o.fl. Það má segja að þetta sé bara hrein heilsugæsla, sem er nauðsynleg í öllurn starfsstéttum. Eftir að í ljós kom hversu slæmt líkamsform sjó- mannanna er ákváðu kokkar á nokkr- um skipa okkar að breyta matseðlin- um. Nú bera þeir fram heilsufæði.“ Kom slœmt ásigkomulag sjómann- anna þér á óvart? „Nei, ekki get ég sagt það. Það gefur augaleið að sjómenn hafa ekki mikið svæði til hreyfingar. Starf sjó- mannsins felur í sér átök í kyrrstöðu. Menn öðlast ekki þol nema með því að stunda hlaup eða göngur. í gegnum árin höfum við sett upp þrekhjól um borð en þau hafa ekki reynst vel. Það gerir veltingurinn. í staðinn erum við farnir að koma hlaupabrautum fyrir í skipunum, hægt er að hafa báðar hendur á þeim í miklum veltingi. Róðravélar eða sigvélar koma einnig til greina, en það er langbest að áhafnirnar komi sér sjálfar saman um hvaða tæki henti best. Svo kaupum við þau.“ Er goðsögnin um hreysti sjómanna þá tómt píp? „Nei, þeir eru líkamlega sterkir all- llestir. Sjómenn eru þjálfaðir til átaka en þeir eru ekki Ifklegir til afreka á hlaupabrautinni. Það er nú líka þannig að hraustustu menn geta allt í einu dottið niður vegna hjartaslags eða kransæðastíflu, þar skiptir engu máli hvort menn séu miklir að burðum. Menn eru orðnir meðvitaðri unr þessa hættu í dag.“ En er þetta ekki bara orðinn alltof mikill lúxus um borð í skipunum, niað- ur heyrir t.d. að nýjustu skipin séu fljótandi sólbaðsstofur? „Ja, það er auðveldara að vera sjó- maður nú en áður fyrr. Skipin eru betri og þar er meira skjól. Það eru komnir ljósabekkir í alla frystitogara og sjómönnum finnst gott að nýta sér þá. Manni finnst það hálfskrýtið að sjá þá arka hér í land kaffibrúna kannski í miðjum desembermánuði, ég viður- kenni það. Svo eru gufuböð í nýjustu skipunum, en eins og ég segi; þrek- tækin ættu að hjálpa mönnum til að koma sér í form.“ Þol togarasjómanna 15% ^ 43% 42% |Lágt [jjjsæmilegt ||jfMeðal [ Mjög hátt 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.