Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Blaðsíða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Blaðsíða 51
VÍKINGUR eftir sem mótorbátarnir komu að Goðafossi." Það var hægara sagt en gert fyrir þá fáu íbúa sem bjuggu að Látrum að taka við svo mörgu fólki. Flestir fengu skjól í skólahúsinu og þeir sem voru veikir og þurftu á aðhlynningu að halda gistu í heimahúsum. Nema skip- stjórinn. „Hann fékk að vera hjá kaupmann- inum. Það voru allir ánægðir með að hann var ekki í skólahúsinu því hann taldi sig vera Guð og allt hitt á milli. Hann var af þeirri kynslóð og mennt- aður í Danmörku. Hann leit niður á þennan skríl allan. Hann var sniðugur því hann hafði ekkert annað í huga en að komast til Isafjarðar til að segja sjálfur frá strandinu. Þegar faðir minn kom að Goðafossi var það fyrsta sem skipstjórinn spurði hvort ekki væri hægt að koma sér til ísafjarðar. Það lá meira á því en að bjarga fólkinu! Faðir minn fór daginn eftir til Isafjarðar með skeyti frá skip- stjóranum. Þar stóð að hann hefði bjargað öllum. Hann hafði gripið tækni nútímans um að fréttirnar væru mikils virði og því gott að vera fyrstur að greina frá, og það á sinn hátt. Til merkis um hvað þetta var allt skrítið þá var fréttin send til Danmerkur og þar var gert mikið úr þessu afreki hans. Morgunblaðið birti síðar fréttina þýdda úr dönsku. Hann vissi að það skipti hann rniklu að koma fréttinni frá sér til að gera sinn hlut sem stærstan. Fyrir okkur, sem ólumst þarna upp, er óskiljanlegt hvernig þetta slys varð. Það hljóta að hafa verið mannleg mis- tök sem leiddu til þessa óhapps. Fólkið var sótt fáeinum dögum síðar. Það kom skip frá Isafirði og sótti það. Amma mín sagði oft frá því að sér fyndist undur í mannlegum samskipt- um að Eimskipafélagið skyldi ekki einu sinni senda skeyti til að þakka fyrir björgunina. Það fannst henni fyrir neðan allt sem hún hafði lært á langri ævi. Henni þótti það merki um litla framtakssemi. Það snerist allt um þetta atvik, ekki bara þá daga sem skipbrotsfólkið var hjá okkur, heldur lengi á eftir. Þetta var það mikið undur fyrir fólkið í þes- sari afskekktu byggð. Það vakti enn meiri undrun að Eimskip skyldi ekki þakka þeim sem unnu að björguninni. Kannski var það vegna túlkunar skip- stjórans, það er að hann hafi bjargað öllum sjálfur. Það máttu allir vita að einn maður gat ekki bjargað öllu þessu fólki. Það var ekki hægt að koma línu í land. Landleiðin er það erfið að það kom ekki til greina að komast að strand- staðnum með björgunartól.“ Gunnar er kominn á níræðisaldur. Hann mætir daglega í fyrirtæki sitt, Vélasöluna, og er þar tvo tíma á dag. Sonur hans, Friðrik, er tekinn við stjórninni. „Þetta eru algjör forréttindi fyrir mann á mínum aldri að geta komið hingað daglega og hitt fólkið mitt. Ég gæti ekki hugsað mér neitt annað. Þetta er dásamlegt þótt ég sé ekki til gagns, en ég er heldur ekki fyrir neinum. Við erum á það góðum stað og ég hef útsýni hér yfir Flóann og upp á Akranes," sagði Gunnar Friðriksson. JDTRON TRON 6F er agnarsmátt Ijós sem festa má á flotgalla og björgunarvesti. Ljósiö kviknar sjálfkrafa komist þaö í snertingu við sjó eöa vatn og gefurfrá sér skæra birtu. Rafhlaöa endist í 12 stundir samfellt í sjó. UPPLÝSINGAR VtJJ í SÍMA561 1051 IPRÓFUN HF. Æ g i s g ö t u 4 LÍFLJÓS 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.