Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 59
og reglur krefjast af þeim á hverjum tíma og þar með sé þeirra þætti lokið. Hafi slys átt sér stað sé málið þeim nær óviðkomandi, eftir að búið er að gera upp við aðstandendur þess sem fórst eða slysþola ef um alvarlegt slys er að ræða. Hér er komið að hinum sárs- aukafulla, ómanneskjulega og andfélagslega þætti, þ.e. útgerðin kann að segja „kjörin eru þessi“ samkvæmt kjara- samningum og síðan er málið í mörgum tilfellum algerlega tekið úr hendi útgerðarinnar og tryggingafélag hennar og/eða heilbrigðis- og trygg- ingayfirvöld fá málið til frekari úrlausnar. Því miður er þessu þannig farið í of mörgum tilfellum, eins og vitnisburður og frásagnir margra fjölskyldna segja til um. Þess gagnstæða eru þó mörg dæmi, en þá er sá ljóður á að það sem vel er gert verður að fara leynt svo ekki spyrjist út og þannig skapist fordæmi. Ef við reynum að gera okkur grein fyrir slysi, þ.e. að útgerðarmaður missi skip sitt ásamt allri áhöfn, þá virðast réttindi hans betur varin en sjómannsfjölskyldunnar. Hann getur gert tilkall til eða selt kvótann sem sökk með skipinu, vegna þess að kvótinn er því miður límdur við skipið, og hann fær einnig skipið bætt svo gott sem að fullu í peningalegu verðgildi. Tryggingagjöldin eru dregin af óskiptum afla, þannig að óbeint má segja, samanber lagabókstafi, að áhöfnin verði fýrst að fiska fyrir greiðslum í sjóðakerfið (greiða upp í áhvílandi skuldir skipsins), síðan að fiska fyrir greiðslum til trygg- ingafélaga, til olíunotkunar skipsins og síðan fyrir útgerðarkostnaði sameiginlega, áður en hún getur vænst eigin hlutar, sem oftast er á bilinu um 25-27% til áhafnar úr fengnum afla. En eftir fregnum að dæma hafa margar útgerðir, stundum nefndar „útgerðaramatörar" og LIU vill sem minnst vita af, gert sér leik að því að láta menn taka óbeint þátt í kvótakaupum, þ.e. kaupa hlut í því sem enginn í raun keypti heldur eru sjálfsögð atvinnuréttindi þeirra sem starfað hafa á fiskiskipaflotanum um árabil. Ef við hugsum okkur fiskimannsekkju, sem missti fyrirvinnu sína í sjóslysi sem ætti sér stað um þessar mundir, þá væru bætur hennar að mestu komnar undir inngreiðslu hlutar hins látna í lífeyrissjóð. Þetta er helsti munurinn á kjörum sjómannsekkna um og í kringum 1955 og 1995. Þöklc sé þeim sem börðust fyrir stofnun Lífeyrissjóðs sjómanna 1958. Asókn í nám í sjómannaskólum hefur hrapað. Getur verið að ungum mönnum sé af foreldrum sínum ráðlagt að leggja ekki út á svo ótrygga atvinnubraut sem stýri- mannsnám og -störf bera með sér? Undantekningar eru þó sjálfsagt frá þessu, ef t.d. viðkomandi á trygga atvinnu vIkingur vísa til frambúðar. Hér er komið að mikilli grundvallarspurningu í þessu þjóðfélagi: A það að gerast í sjávarútvegi, líkt og í landbúnaði, að atvinnuréttur sjó- manna verði undan þeim flæmdur á hendur örfárra aðila? Allt gert undir því fororði að unnið sé að hagræðingu og hagkvæmni? — Ollu þessu er hægt og bítandi komið í kring með staðfastri þát- ttöku heildarsamtaka hagsmunaaðila sjó- manna. Að því er látið liggja til afsökunar á ástandinu að þetta sé svonefnd „ill- skásta leiðin í stöðunni á hverjum tíma“. Því má spyrja: Hvaða framtíð á ungur sjómaður sextán ára að aldri sem vill læra til stöðu yfnmanns á fiskiskipi í dag? Hversu trygg er framtíð hans? Svari nú mmi^^^mmmmmmmm^m hver fyrir sig. Er drengurinn viss um að honum verði ekki sparkað einn góðan veðurdag, eins og þeim fjölmörgu sem hrökklast hafa úr atvinnugreininni á undangengnum árum, einmitt þegar útgerðarmanninum er orðið mál að selja kvótann sinn? Því miður er ég farinn að hallast að því að við séum einmitt að reka okkur illilega á það húsgarðshornið í þessum málum, að ungir og efnilegir menn séu farnir að fælast þessa atvinnugrein, einmitt vegna hinna neikvæðu viðhorfa í öllu þjóðfélaginu um þessar mundir til atvinnu- jreinarinnar. Hvar er atvinnuöryggi bessa einstaklings í samanburði wuuaatidlibMdainmrMa REYKKÖFUNARTÆKI „Ef við hugsum okkurfiski- mannsekkju, sem missti fyrirvinnu sína í sjóslysi sem œtti sér stað um þessar mundir, þá vœru bœtur henn- ar að mestu komnar undir inn- greiðslu hlutar hins látna í lífeyris- sjóð. Petta er helsti munurinn á kjórum sjómannsekkna um og í kringum 1955 og 1995. Pökk sé þeim sem börðust fyrir stofnun Lífeyrissjóðs sjómanna í958. “ áteyítorstundu! /pMjo; Reykköfunartæki eru notuð undir miklu líkamlegu og andlegu álagi. SPIROMATIC tækin eru með sjálfvirkan yfirþrýsting í andlitsgrímu sem léttir öndun og útilokar eiturgufur. Þau eru einföld, þægileg og með einu handtaki eru axlar- og mittis- ólar stilltar. SPIROMATIC eru tæki sem þú getur treyst. Við þjónustum, hlöðum og yfirförum allar gerðir reyk- og froskköfunartækja. UPPLYSINGAR OG RÁÐGJÖF í SÍMA: 551 1055 ImÓFUIM HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.