Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Blaðsíða 46
Heilum íguikerum pakkað til Frakklands. ÁRANGUR Hefur árangurinn verið kannaður með tilliti til kyngetu japanskra karlmanna og ánægju kvennanna? „Nei, ekki nema að það segir sína sögu, að eftirspurnin er mikil, og það er nóg fyrir okkur. Hitt er svo annað mál, að hugsunarháttur sem þessi hefur mjög loðað við fólk af austurlenskum uppruna og tengist ekki bara ígulkerum. Það hefur mikið verið rætt um nashyrningshorn, sem menn hafa malað niður og gætt sér á í sama tilgangi, og hefur leitt til þess að nashyrningur er nú í útrýmingarhættu og hjartarhorn og hreindýrahorn hafa verið möluð í staðinn, en við þurfum ekki að fara lengra en hvað varðar útflutning á loðnuhrognum, því allt ber þetta að sama brunni; þess að auka fjörið neðan mittis.“ BRAGD? Hvernig eru ígulker á bragðið? „Þau eru misgóð, finnst mér, en kannski mætti helst líkja þeim við rauðu í ósoðnu sjófuglseggi og mjög sterkt sjáv- arbragð því megineinkennið.“ Hvað er að segja um sæbjúgun? „Ja, þau eru af mjög svipuðum toga og ígulkerin, en að lögun líkjast þau agúrkum og heita á latínu cucumaria, þ.e. sægúrka, en enska orðið cucumber (agúrka) er dregið af því. Þetta nota Austurlandaþjóðir mikið, bæði þurrkað og nýtt, og skera niður í sneiðar og eru þá hinir miklu samdráttarvöðvar dýrsins í sérstökum heiðri hafðir. Sæbjúgun eru til víða í kringum landið en ekki í miklu magni, þannig að þau henta frekar sem aukreiti í skelfisk- og ígulkeraveiðunum en sem sérstök ásóknargrein." Hefurðu smakkað sæbjúga? „Já, já, þá tegund sem við erum að tala um og heitir brimbútur, eða Cucumaria frontosa, en ég get ekki sagt að ég sé frá mér numinn af bragðinu. Það er þó gaman að smakka þetta og ég hef kynnst því aðeins hvernig Japanir framreiða þetta og annað, ýmist þurrkað eða ferskt, með ýmsum ídýfum. Þetta gæti verið mjög skemmtilegt innlegg og tilbreyting í fiskmatreiðslu okkar.“ Hvað erað segja um hinar skrápdýrateg- undirnar, t.d. krossfiskana? „Það er nú lítið um slíka vinnslu hér, en aðrar tegundir eru víða nýttar til að fá prótein í mjöl, t.d. nýta Danir krossfiska töluvert í fiskmjölsframleiðslu.“ Þú hefiir þá enga uppáhaldsskrápdýra- uppskrift handa okkur? „Nei, en það getur verið gaman að vera gestur og smakka eitthvað nýtt. Sem gestgjafi gæti ég því allt eins hugsað mér að reiða fram ígulker, sítrónusneið og glas af þurru hvítvíni, sem gera myndi hvern þann aðalrétt, sem í kjölfarið kæmi, óaðfmnanlegan.“ Stefán Böðvarsson Gtgerðarmenn - Skipstjórar fyrirliggjandi: Snurpuvír - Togvír hágæða vara á hagstæðu verði Jónsson & Júlíusson Ægisgötu 10 • Sími: 552 5430 • Fax: 562 5453 46 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.