Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Qupperneq 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Qupperneq 39
„Þetta hefur allt liðið afskaplega fljótt og mér finnst það ótrúlegt að ég skuli bráðum eiga 75 ára afmæli,“ sagði Sigurður Kristófer Óskarsson. kennslu við skólann. Eftir að farið var að halda íslandsmótið í handflökun hef ég verið einn af dómurum þar. Og enn eru þeir búnir að biðja mig um að dæma á þessu ári.“ -Þú varst í fiskmatinu. Varð það ekki á stundum óvinsælt starf? „Jú, það var oft mjög óvinsælt starf. Þarna voru að fara fram eigendaskipti að vöru og ekki voru allir alltaf sáttir. Byrjunin á þessu var raunar að fylgjast með afurðinni þegar hún kom í land og ýta undir menn að vanda vinnubrögðin.“ -Hluti af starfinu hefur þá verið að leið- beina mönnum um meðferð aflans? „Það er rétt. Bæði varðandi blóðgun og slægingu og svo auðvitað hreinlæti.“ -Þú hefúr tekið mikinn þátt í félagsmálum í þínu félagi, Skipstjóra- og stýrmannafélag- inu Oldunni? „Já. Störf fýrir Ölduna hafa alltaf átt hug minn og þar hef ég lengi verið í varastjórn og gegnt öðrum trúnaðarstörfum. Hef verið fulltrúi Öldunnar í Sjómannadasgsráði síðan árið 1983.“ Sigurður var gerður að heiðursfélaga Öld- unnar á 100 ára afmæli félagsins 1993. Ég fæ að sjá heiðursskjalið. Það er ekki mont eða yf- irlæti í svip Sigurðar þegar hann sýnir mér skrautritað skjalið en auðfundið að honum þykir vænt um þessa viðurkenningu. Honum er annt um félagið og þegar saga Öldunnar var færð til leturs var hann einn þriggja manna sem falið var að fara í gegnum söguna er aðfanga var aflað. Sigurður er spurður hvenær hann hafi komist í krappastan dans við Ægi konung. Hann fór flatur „Ég hef verið þeirrar gæfu aðnótandi að hafa aldrei komist í hann krappann. Ég hef alltaf haft borð fyrir báru. Hitt man ég þó, að eitt sinn sem skipstjóri var ég að koma með fullt skip af karfa frá miðunum við Ný- fundnaland. Þegar við komum hér upp að landinu var þar kolbrjálað veður. I einni kvik- unni hallast skipið svo mikið að það flaut nærri því innum brúargluggann. Hann tók á sig svona svakalega dýfú að hann fór flatur. Ég setti þá uppí og slóaði. Þetta hefur verið 1958 eða '59. Svo var það á stríðsárunum þegar ég var á Hilmi að lukkan var yfir okkur. Einn maður á Hilmi hafði verið þjálfaður í að skjóta niður tundurdufl. Það kom fyrir tvisvar eða þrisvar að hann var ræstur til að skjóta á dufl sem við sáum fljóta. Það var nokkuð urn dufl úti fyrir Vestfjörðum. Mað- ur á auðvitað ekki að segja frá því, en það kom fyrir að við fengum dufl upp í trollið en duflinu var þá bara híft aftur fyrir borð. Það var heppni að ekkert þeirra sprakk. Maður hugsaði ekkert um að fara með duflin í land eins og nú er gert.“ -Segðu mér aðeins meira frá starfi þínu sem kennari við Fiskvinnsluskólann? „Ég fór til dæmis víða um land á vegum skólans. Meðal annars hef ég haldið nám- skeið í saltfiskmati og eins unnið við að sam- ræma saltfiskmatið. Það var mikið gert af þessu meðan SÍF var ekki eina fyrirtækið sem sá um alla sölu á saltfiski. Ég sem kennari við skólann hafði forgöngu um þetta og svo fóru með mér menn frá SÍF og ríkismatinu. Fisk- vinnsluskólinn er góð og þörf stofnun. Fyrsta árið mitt við skólann voru nemendur 32 og allir í einum bekk. Nú eru svona tíu nemend- ur í hverjum bekk. Skólinn byrjaði haustið 1971 á Skúlagötu 4 þar sem Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins var til húsa. Eins og ég sagði áður kom ég til skólans vorið 1972. Kenndi þar næstu 23 árin eða til sjötugs. Reyndar er ég enn að kenna handflatningu og oft hef ég farið út með skip túr og túr. Þeg- ar ég var að læra að handflaka til sjós voru þetta hreinustu vandræði. Skipstjórnarnir vildu helst ekki láta óvaningana vera í hand- flatningunni af ótta við að þeir skemmdu fiskinn. Maður varð eiginlega að stelast til þess að flaka. Það var eins með bætningar og annað varðandi net. Ekki voru allir sem vildu hjálpa manni að læra hvernig maður átti að gera þetta. Maður var í körfunni fyrst og gat stolist í það inni á milli að sjá hvernig kallarn- ir gerðu þetta. Þetta hefur allt liðið afskaplega fljótt og mér finnst það ótrúlegt að ég skuli bráðum eiga 75 ára afmæli," sagði Sigurður Kristófer Óskarsson. ■ Sjómannablaðið Víkingur 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.