Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Síða 74

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Síða 74
Nýtt happdrættisár hjá DAS Verðmæti vinninga yfir 600 milljónir Árið 1962 var meðal annars dregið um 5-6 herbergja fullgerða íbúð við Safamýri ásamt heimilistækjum sem var vinningur í happdrættinu. Verðmæti þessa vinnings var 900 þúsund krónur. íslendingar eru ákaflega happdrættisglöð þjóð og við eyðum gífurlegu fé á hverju ári í hvers konar happdrætti og spilakassa. Baráttan er hörð milli þeirra aðila sem standa að happdrættisrekstri en hvernig sem allt veltist skipar Happ- drætti DAS sérstakan sess í hugum margra landsmanna. Hagnaður happdættisins renn- ur óskiptur til uppbyggingar Hrafnistuheimilanna og þar er þörfin brýn. Frá því að Happ- drætti DAS hóf göngu sína á sjómannadaginn 1954 hefur það lagt fram hátt í tvo millj- arða króna til dvalarheimila um land allt í þessu skyni en þó aðallega til Hrafnistuheimill- anna. Óhætt er að fullyrða að án þessa mikla framlags væri ástandið í þessum efnum miklu mun verra en það er í dag. En það er ekki nóg með að þeir sem kaupa miða í happdrætt- inu leggi góðu málefni lið held- ur eiga þeir einnig von í góðum vinningum. Sigurður Ágúst Sig- urðsson er forstjóri Happdrætt- is DAS og Víkingurinn ræddi við hann í tilefni nýs happ- drættisárs. „Við gefum út 80 þúsund miða og draumurinn er að selja þá alla og þá er maður öruggur um að borga út alla þessa vinninga sem við erum að bjóða. Stundum heyrist sú bá- bilja að vinningarnir fari oftast inn í happdrættið sjálft en hún stenst ekki. Ef svo væri þá ætti það að vera okkur kappsmál að selja sem fæsta miða því þá greiddum við sem minnst út af vinningum. Slíkt stenst einfald- lega ekki,“ sagði Sigurður. Hann sagði að sífellt væri reynt að gera Happdrætti DAS fýsilegan og áhugaverðan kost fyrir viðskiptavini þess. Nú væri dregið vikulega og útdrættir birtir í Sjónvarpinu. Það hefði fallið í mjög góðan jarðveg að draga heima í stofu hjá fólki og auk þess gætu heppnir miða- eigendur komist í Ferðahjólið eða Kassaleikina. ÓDÝR KOSTUR „Þátttaka í Happdrætti DAS er ódýr kostur þar sem miða- verð er aðeins 185 krónur á viku en heildarverðmæti vinn- inga rúmar 600 milljónir króna. I hverjum einasta útdrætti er tveggja milljón króna vinningur á einfaldan miða og öðru hverju komum við með viðbót- ar aðalvinninga upp á eina milljón og fjölgum þá vinning- um. Þá má búast við að við komum með fleiri nýjungar í þennan DAS 2000 þátt næsta haust. Þar er ýmislegt til skoð- unar. Símalottóið okkar er komið í sumarfrí og en gert ráð fyrir að það fari aftur á stað í 74 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.