Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 29
Árni Bjarnason forseti FFSÍ á málþingi um stjórnun fiskveiða framsali aflaheimilda Nemendafélög Stýrimannaskólans og Vélskólans stóðu fyrir málþingi föstudag- inn 26. mars sem var vel sótt af hags- munaaðilum og stjórnamálamönnum. Var yfirskrift málþingsins: Stjórn fisk- veiða. Þetta var annað málþing skóla- nemenda um atvinnu- og hagsmunamál þeirra sem stunda sjó og mennta sig fyrir þær greinar, en fyrr í haust fjölluðu þeir og boðsgestir þeirra um framtið kaup- skipaútgerðar á íslandi. Á fundinum flutti formaður Félags skipstjórnarmanna, Árni Bjarnason, er- indi um stjórn fiskveiða og fer erindi hans í heild hér á eftir. Sennilega hefur ekkert eitt málefni fengið eins mikla umfjöllun eða valdið jafnmiklum deilum og sá málaflokkur, sem ætlunin er að reifa hér á þessum fundi. Stofnaður var stjórnmálaflokkur sem í sinni fyrstu kosningabaráttu helg- aði sig alfarið þessu máli og náði tveimur mönnum inn á þing og hefur síðan bætt urn betur með sjávarútvegsstefnuna í fyr- irrúmi sem mál málanna. Sú þróun sem átt hefur sér stað frá því að svarta skýrslan svokallaða kom út árið 1983 er með þeim hætti að óhætt er að líkja við byltingu. Kvótakerfið hefur td. kollvarpað öllum forsendum senr leggja þarf til grundvallar varðandi fjölmarga þætti þjóðlífsins. Til dæmis nám ykkar nemendur góðir hér við sjómannaskól- ann. Þegar ég var hér við nám fyrir rúm- um 30 árum þá gekk annar hver nem- andi hér með útgerðarmanninn í magan- um. Draumur margra nemendanna var að eignast eigin bát, verða sjálfs síns herra og engum háður. Nú á thnum er aðstæður gjörbreyttar, möguleikar til að byrja frá grunni eru allverulega þrengri en áður var og ef við lítum yfir greinina í heild þá er sviðið gjörbreytt .Við þessar mjög svo ólíku aðstæður, hljóta það að vera aðrir þættir sem vekja áhuga manna fyrir að námi í þessurn skóla. Eitt hefur þó ekki breyst hvað varðar réttindanám til skipstjórnar og vélstjórnar, en það er sú áskorun sem í því felst að hafa mannaforráð, stjórna skipi og bera ábyrgð á áhöfn og þeim miklu verðmæt- um sem skipstjórnarmönnum og vél- stjórum er trúað fyrir. Auk þess má segja Sjómantiaskólinn

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.