Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 34
sjómönnum heims sem enginn vildi lengur hafa um borð hjá sér. Pakistanskir sjómenn hafa því liðið mjög fyrir gjörðir Osama Bin Laden. Ruslið austur Varaforseti Malasíu, Abdullah Ahmad Badawi, vandaði ekki kveðjurnar til Evrópusambandsins og enn síður til Bandaríkj- anna i opnunarræðu ráðstefnu um sjóflutninga í Asíu s.l. haust. Sagði hann að Asíuríki yrðu illilega fyrir barðinu á öryggisæði Vesturlanda sem skaðaði svo um munaði hagsmuni þeirra. Þá sagði hann að aðgerðir þessa aðila í að banna olíuskip með ein- földum byrðingi kastaði einfaldlega tímasprengjum til Austur- landa sem ekki hafa tekið þá stefnu enn sem komið er að banna þannig olíuskip. Skip sem gerð verði burtræk frá Evrópu og Bandaríkjunum munu taka stefnuna til Asíulanda þar sem þau fá að vera í friði. Franska flugmóðurskipið Clemenceau sem skilað var aftur heim. Þetta gekk ekki Neyðarleg uppákoma var hjá franska flotanum þegar þeir þurftu að taka aftur við gömlu flugmóðurskipi sem þeir höfðu áður selt í brotajárn. Flugmóðurskipið Clemenceau var smíðað árið 1961 og var því lagt 1997. Hugmyndir voru um að sökkva því og mynda þannig rif til að verja höfnina í Toulon en frá þeim var síðan horfið. Eftir að hafa legið um nokkurra ára skeið í Toulon var það loks selt til Spánar til niðurrifs. Spánska fyrir- tækið hafði reyndar aðrar hugmyndir uppi varðandi rif á skip- inu því þeir höfðu ekki ætlað sér að annast það sjálfir heldur láta framkvæma niðurrifið í Tyrklandi. Áður en skipið komst til Tyrklands var ferð þess stöðvuð þar sem í skipinu er mengaður úrgangur og bannað er að flytja hann til þriðjaheims landa. Urðu Frakkarnir því að taka skipið aftur til sín og hugsa Spán- verjunum þegjandi þörfina á þessum grikk þeirra. Franska vonin Frakkar eru lika komnir með skráningafána sem er skamm- stafaður FIR eða French International Register. Það var í janúar sem hann var formlega opnaður og gera þarlend stjórnvöld ráð fyrir að franski kaupskipaflotinn muni tvöfaldast á fyrsta árinu en einungis er krafa um að um borð séu franskir skipstjórar og stýrimenn. Grunnurinn er að sjálfsögðu eins og allir aðrir skráningarfánar að bjóða upp á skattafríðindi til sjómannanna sem koma sem styrkir til útgerðanna. Á sama tíma eru íslenskir stjórnmálamenn að gera áætlanir um að afnema sjómannaafslátt á sama tíma og aðrar þjóðir fella niður tekjuskatt af sjómönn- um. Fleiri skip Bandaríska ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita fjárhagsaðstoð til flutningaaðila í þeim tilgangi að efla innanlandssiglingar. Með þessu er markvisst verið að koma flutningum af þjóðveg- um landsins og sjóleiðina. Sama er uppi á teningnum í Evrópu þar sem mikið er lagt upp úr þvi að koma vörum sjóleiðina á milli. Hér á landi er nú stefnan vist allt önnur þrátt fyrir að vegakerfið hér á landi sér margfalt minna i sniðum en í ná- grannaálfum okkar. Lögfræðingar hrella Eins og þekkt er í Bandaríkjunum þá eru lögfræðingar til í að lögsækja allt og alla sem hefur orðið til þess að fólk vill ekki tjá sig um nokkurn hlut né skipta sér af. Þetta hefur því leitt af sér dómsmálastríð. Rannsóknarnefnd sjóslysa í Bandaríkjunum er í miklum vanda vegna rannsóknar á slysinu þegar ferja í New York sigldi á bryggju í október s.l. með þeim aneiðingum að 10 farþegar lét lífið. Yfirmenn skipsins hafa neitað með öllu að gefa skýrslur til rannsóknarnefndarinnar á þeim forsendum að þeirra vitnisburður gæti orðið þess valdandi að lögfræðingar ættingja þeirra sem létust og annarra farþega um borð myndi lögsækja þá vegna slyssins. Liggur því fyrir að stefna þurfi mönnunum fyrir dóm til að fá af þeim skýrslur. Því er svo við að bæta að einn þeirra farþega sem lét lífið um borð í ferjunni var einn þeirra sem komust af þegar ferjan Estonia fórst. Nú skal drykkjan stöðvuð Norsk siglingamálayfirvöld hafa verið að hugleiða innleiðingu reglna um að banna með öllu notkun áfengis urn borð í öllum norskum skipum jafnt flutninga- farþega og fiskiskipa. Dóms- málaráðuneytið er þó ekki sammála siglingastofnuninni og vill þó hafa prómill mörkin lág. Danska skipafélagið A.R Möller hefur nú bannað notkun áfengis um borð í öllum Mærsk skip- um félagsin. Aður náði áfengisbann einungis til skipa félagsins sem þjónustuðu olíuiðnaðinn en á öðrum skipum var svokölluð „tveir bjórar á dag“ áfengisstefna. í stað tveggja bjóra mátti neyta léttvíns með leyfi skipstjóra. Samhliða áfengisbanninu býður útgerðin skipverjum sem eiga við áfengisvandamál að stríða upp á aðstoð. Bannið var sett í kjölfar slyss um borð í einu skipa félagsins. Næst stærsta skip heims Sea Giant, hér sem Hellas Fos, hefur lokið sinni slðustu siglingu. Risi kveður Nú er næst stærsta skip sem nokkru sinni hefur verið byggt í heiminum komið á sína endastöð eða í fjöru hjá brotajárnsstöð í Pakistan. Skipið Sea Giant var eitt fjögurra systurskipa smíðað árið 1979 og var stærð þess 555.0001 burðartonn. Var söluverð þess 232 US dollarar fyrir hvert 75.272 tonna af stáli sem í skip- inu er. Stærsta skip heims er enn í notkun þótt siglingum þess hafi fækkað og það nú notað sem geymsluskip en það er í norskri eigu og heitir Jahre Viking. Ekki hafa heyrst áform urn að það sé á leið í brotajárn en það skip er 10.000 tonnum stærra en Sea Giant. Yngri skipstjóra Rannsóknarstöðin, Seafarers International Research Centre, i Cardiff hefur farið fram á styrk frá Evrópubandalaginu til að setja á laggirnar verkefni sent felur í sér að stöður skipstjóra og yfirvélstjóra verði skipaðar ungum mönnum allt niður í 25 ára aldur. Á verkefnið að hefjast á þessu ári og er það von manna að yngir menn fáist til sjós ef verkefnið tekst vel. Japanir hafa líst miklum áhuga á að fylgjast með þróun verkefnisins. 34 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.