Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 38
Sigling um Netið í umsjón Hilmars Snorrasonar Nú er fermingahátíðin í al- gleymingi og því er hugur þeirra sem eiga börn, ætt- ingja eða vini sem eru að fermast að leita út um alll að gjöfum fyrir þau nýfermdu. Gjafir er oft erfitt að finna þegar til hátíða kemur en fyrsta síðan að þessu sinni mun leysa vanda ykkar sem þetta lesið ef verið er að leita að gjöf fyrir sjómann. Síða J.H. Olsen í Kaupmannahöfn http://www.ankerole.dk er draumasíða sjómannsins hvað varðar gjafir. Par kennir margra grasa og fátt sem hugurinn ekki girnist inn á fallegt sjómannaheimili. Hvaða sjómaður vill ekki hafa skipsklukku hangandi uppi á vegg hjá sér, en svo er bara hvort betri helmingur- inn sé því sammála? Danir hafa ávallt verið mikil siglingaþjóð og gert mikið í því að hvetja ungt fólk til að feta fótsporin í aðlaðandi kaupskipaflota. Siðan http://www.skibsofficer.dk hefur að geyma upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga á að gera sjómennsku að ævistarfi og hvaða leiðir er hægt að fara til að afla sér menntunar í þeim efnum. Því er nú svo farið að hér á landi eru ekki miklir möguleikar á því fyrir ungt fólk að komast á sjóinn líkt og er í Danmörku en hugsanlega er eina leiðin að hreinlega kaupa sér skip. Djurg- ardsvarvet er að finna á http://www.djurgardsvarvet.se/ og þar er hægt að kaupa sér skip af öllum stærðum og gerðum. Skemmti- skip og herskip eru hugsanlegir möguleikar og þegar ég fór inn á síðuna í lok mars var hægt að kaupa notaðan rússneskan kaf- bát á litlar 250 þúsund evrur. Þegar við höfum fest kaup á skipi þá er að vita hvert á að fara. Síðan World Ports http://www.informare.it/harbs/oth- eriuk.asp hefur tengla á hafnir um allan heim. Þar verður vafr- arinn upptekinn lengi við að skyggnast í hafnir heimsins. Það getur lika þurft á því að halda að rifja upp siglingaljós og jafn- vel að reikna út vegalengdir milli hafna. Slík hjálpartól er meðal þess sem má finna á síðu Boat Safe http://www.boatsafe.com/. Á þessari síðu er einnig sérstök síða fyrir börnin og þeirra þátt í sjómennsku. En nú í aðra sálma. Nokkuð er um liðið síðan Estonia fórst í Eystrasalti og víst er að langt verður þar til raddir þagna um hvað gerðist. Á síðu Anders Björkmann skipaverkfræðings, The biggest maritime scam of all times, á slóðinni http://heiwaco.tri- pod.com/e7.htm er ítarleg umfjöllun um þetta slys og skoðanir hans á því hvað þar gerðist. Það er ávallt eitthvað markvert um að vera í skipaheiminum og til að fylgjast með eru sérstakar fréttasíður ávallt vinsælar. Scandinavian Shipping Gazette er að finna á slóðinni http://www.shipgaz.com/english/. Ef þú er leið- ur á skjáborðinu hjá þér þá er einmitt hægt að fá skjáborðs- myndir á þessari síðu. Annað fréttablað fyrir sjómenn er danska vikublaðið Söfart sem við finnum á http://www.soefart.dk/index.htm. Svo er hér síða fyrir skipstjórnarmenn þar sem þeir geta kynnt sér nýjasta tækið í siglingaheiminu AIS en tæki af gerð- inni Skanti geta menn prófað á heimasíðu fyrirtækisins á slóð- inni http://www.skanti.dk. Eins og sagt var frá í þættinum Utan úr heimi þá hefur trygg- ingaklúbburinn North of England gefið út veggspjöld lil leið- beininga fyrir skipstjórnendur vegna misskilnings á 10. reglu alþjóðasiglingareglananna þá má finna þetta veggspjald ásamt fjölda annarra, leiðbeininga og fréttabréfa á slóðinni http://www.nepia.com/frames/Main_Frame.htm. Einnig var sagt frá verkefni á sama stað sem fjallar um að menn undir þrítugu taki við sem skipstjórar eða yfirvélstjórar. Rannsóknarstofnun- in sem að þessu verkefni stendur Seafarers lnternational Rese- arch Centre er að finna á http://www.sirc.cf.ac.uk Þar eru mörg áhugaverð verkefni sem rannsóknir hafa verið gerðar á. Ekki verður sleppt að nefna íslenska síðu að þessu sinni en nú hefur áhöfnin á Berki NK opnað heimasíðu á slóðinni http://frontpage.simnet.is/borkurnk/. Þeir eru með alveg frá- bæra síðu þar sem meðal annars eru ljósmyndir af öllum skip- verjum ásamt gullkornum af göngum og myndum úr fortíð og nútíð. Að lokum skoðum við síðu Handelsflottans Kultur- och Fritidsraad sem við finnum á slóðinni http://www.seatime.se/. Hér er sænskur samstarfsaðili Víkingsins í ljósmyndakeppni sjómanna á Norðurlöndum sem veitir sænskum sjómönnum margvíslega þjónustu. 38 - Sjómannablaðið Víkingur i

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.