Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 6
68 NÁTTÚRUFR. World“),(sem hann síðar endurbætti og gaf út í annað sinn 1845. Er þar skemmtilega og fróðlega sagt frá ferðinni og ýmsum nátt- úrufræðisathugunum hans. Hlaut bókin miklar vinsældir, og hefir oft verið prentuð og verið þýdd á mörg tungumál. Árið 1842 flutti Darwin með fjölskyldu sína út í sveit, og settist að á litlu býli eða bæ, er hét Down, en sem nú á tímum er oftast nefnt Down House. Þar dvaldist hann það sem eftir var æfinnar, í full 40 ár. Hann var heldur heilsuveill, og samkvæmfs- lífið í borginni hafði slæm áhrif á heilsu hans. Tók hann því það ráð, að draga sig út í sveitakyrrðina. Þar hafði hann líka gott næði við rannsóknir sínar og ritstarf. Þar samdi hann hvert merk- isritið á fætur öðru, um ýmis rannsóknar verkefni, sem hann hafði unnið að, bæði í jarðfræði, grasafræði1 og dýrafræði, er öfluðu lionum mikils álits meðal vísindamanna. 1842 dró hann saman í stutta ritgerð, yfirlit yfir athuganir þær, sem hann hafði safnað, um breytilegleik og uppruna teg- undanna, og gerði þar grein fyrir skoðunum sínum og skýringum á þeim efnum. Greinin var aðeins 35 blaðsíður og rituð með blý- anti. Þessi grein, sem aldrei var prentuð, var fyrsti vísirinn til hinnar frægu bókar hans, um uppruna tegundanna. 1844 samdi hann grein þessa af nýju og jók við hana, svo að hún varð 230 bls. hreinritaðar. Ekki vildi hann þó gefa hana út. 1856 byrjaði hann á því, að ráði Lyell’s jarðfræðings, að skrifa stóra bók um þetta efni. Eftir áætlun hans sjálfs hefði hún orðið ferfalt stærri, en bók ihans um uppruna tegundanna varð að lokum. Þó tók hann þar aðeins útdrátt úr athugunum þeim, sem hann hafði safnað. En hann lauk aldrei við þessa bók. Snemma sumars 1858 fékk hann grein frá A. R. Wallace náttúrufræðingi (f. 1822), sem þá var við rannsóknir á A.-Indlandseyjum. Bað hann Darwin að koma henni á framfæri. í greininni setti höf. fram kenningar um breytileik tegundanna alveg samhljóða þeim, sem Darwin hafði hugkvæmzt löngu áður. Nú þótti Darwin úr vöndu að ráða. Hann vildi eigi bregðast trausti höfundarins í því, að koma greininni á framfæri, og þótti þó sárt að annar skyldi verða á undan að birta kenningu þá, sem honum sjálfum hafði hugkvæmzt fyrir mörgum árum. En bók sú, sem hann vann að, um þetta efni, gat eigi orðið tilbúin fyrr en eftir nokkur ár. Bar hann þetta mál undir vini sína, þar á meðal Lyell. Réðu þeir honum til að semja stutt ágrip af kenningum sínum og rann- sóknum um uppruna tegundanna og birta það með grein Wall- ace. Féllst hann á þetta ráð, þó hálf hikandi, og kom hvoru-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.