Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 15
NÁTTÚRUFR. 77 um innan 16 ára mun þó ekki verða sendir hringar. Með beiðni um hringa þarf því að fylgja aldur og helzt staða viðkom- andi manns. Merkingin. Fyrst er hringurinn opnaður (bezt er að gjöra það með flattöng), svo að leggur fuglsins komist hæglega í gegnum rif- una á milli hringendanna. Því næst er hringurinn lagður um legg fuglsins ofan við tærnar og þrýst aftur saman. Á öllum stærri hringunum er á öðrum hringendanum yfirbeygja, sem grípur yfir um brík á hinum endanum. Eftir að hringnum hefir verið þrýst saman með hendinni, svo að yfirbeygjan grípi yfir um bríkina, er yfirbeygjunni þrýst fast saman með flattönginni. Á litlum hringum, sem hafa enga yfirbeygju, verður að láta hringendana ganga á misvíxl. Við það verður hringurinn mjórri og með því móti er hægt að laga hann eftir digurð fóts- ins. Áritun og númer mega samt ekki hyljast við það. Skarpar brúnir og horn ber að forðast sem mest. Hringurinn má ekki liggja þétt að legg fuglsins (eins og t. d. fingurhringur), held- ur á hann að vera svo víður, að auðvelt sé að snúa honum og færa fram og aftur. Á hinn bóginn eiga heldur ekki að geta fest í honum smágreinar né hálmstrá eða annað þesskonar. Við merkingu unga þarf að gæta þess sérstaklega, að hringurinn verði nógu víður, þegar fuglinn er orðinn fullvaxinn. Fyrir fugla, sem engin hringstærð er hæfileg fyrir, eða ef hæfileg stærð er ekki við hendina, má nota stærri hringa (næstu stærð fyrir ofan) með því að þrýsta þeim saman og láta endana ganga á misvíxl, þangað til þeir verða mátulegir. Hringa hvers stærðar- flokks ætti alltaf að nota í réttri númeraröð. Hvernig á að halda fuglinum, meðan hann er merktur? Fugla, sem eru á stærð við þröst eða minni, er bezt að halda í vinstri hendi, þannig, að maður geti haldið fætinum, sem merkja á, milli þumalfingurs og vísifingurs, en með hinum fingrunum haldið fuglinum sjálfum. Á meðan á þessu stendur, er bezt að fuglinn liggi á bakinu og snúi höfðinu að þeim, sem merkir. Stóra fugla verða annaðhvort tveir að merkja, eða mað- ur heldur þeim í kjöltu sinni, meðan á merkingunni stendur. Hvaða fugla á að merkja? Fyrst og fremst allar tegundir farfugla, hvort sem það eru algjörðir farfuglar eða aðeins farfuglar að nokkru leyti, eins

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.