Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 7
NÁTTÚRUFR. 69 tveggja út 1858. Var það í fyrsta sinni, að kenningar hans birt- ust á prenti. Þessar greinar hans og Wallace, vöktu enga eftirtekt. Þó birtist einn stuttur ritdómur um þær, eftir prófessor nokk- urn í Dublin; kvað hann svo að orði, að það nýja í þeim væri vitleysa, en allt, sem rétt væri í þeim, væri gamalt. I september 1858 byrjaði Darwin á því að semja stutta bók um þetta efni. Skyldi það vera nokkurs konar útdráttur úr stóra ritinu, er hann byrjaði að semja 1856, svo sem áður er sagt. Vann hann að þessu riti samfleytt í 13 mánuði. í nóvember 1859 var bók þessi fullprentuð, og hafði hann valið henni heitið: The Origin of Species by Means of Natural Selection. Þannig eru þá í fám orðum sögð tildrög og saga þessarar merkilegu bókar, sem varð heimskunn á fáum árum og vann höfundinum varanlega frægð og er talin enn í dag meðal merk- ustu rita, sem birzt hafa í náttúrufræði. Bók þessi hefir ekki verið þýdd á íslenzku, en allrækileg- ann útdrátt úr henni er að finna í grein eftir Þorv. Thorodd- sen, ,,Um uppruna dýrateguncla og jurta“, sem birtist í Tímariti Bókmenntafélagsins 1887—89 (8.—10. árg.), og í ritlingnum: Darwinskenning“, sem dr. Helgi Péturss hefir þýtt, og Þjóðvina- félagið gaf út. Mörg önnur merkileg rit samdi Darwin eftir þetta, t. d. um frjóvgun brönugrasa (1862), um vafningsplöntur (1864), breytingar alidýra og yrkiplantna (1868), ætterni mannsins (1871), vottur geðbreytinga hjá mönnum og dýrum (1872), rán- jurtir (1875), afleiðingar víxlfrjóvgunar og sjálffrjóvgunar í jurtaríkinu (1876), hreyfingarhæfileikar jurta (1880), myndun moldar af völdum ánamaðka (1881), o. fl. Ekki er rúm til að rekja efni þessara rita hér. Darwin var vandvirkur og helclur seinn að rita og koma skoðun sinni í þann búning, sem honum líkaði, er því undravert hve miklu hann fékk afkastað, einkum þegar teki<ð er tillit til þess, að hann var heilsutæpur og tók sjald- an á heilum sér síðustu áratugina sem hann lifði. Hann var vel efnum búinn og gat því lifað áhyggjulausu lífi og unnið að því óskiptur, sem áhugi hans hneigðist að. Darwin var mesta ljúf- menni í allri viðkynningu og mjög yfirlætislaus maður. Hann var varfærinn í ályktunum og sanngjarn í dómum sínum um aðra og verk þeirra. Hann andaðist í Down House 19. apríl 1882.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.