Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 33
NÁTTÚRUPR. 95 smáveru, þá er að rannsaka, hvaðan vágestur sá muni vera kominn. Við þessar rannsóknir geta tilraunir og reynsla þeirra erlendu vísindamanna, sem fengizt hafa við að rannsaka ,,pink“, vafalaust orðið til mikillar leiðbeiningar. Verði orsök jarðslagans að finna í saltinu, er sjálfsagt að reyna salt frá ýmsum stöðum, ef vera kynni, að aðrar tegundir þess væru lausar við þennan galla. Væri það þá ekki nema sanngjörn krafa, að gallaða saltið félli í verði. Af því gæti svo leitt, að meira yrði vandað til framleiðslu saltsins og það ,,steriliserað“, eða hreinsað á einn eða annan hátt. Sig. H. Pétursson. Fáséður vetrargestur á Aktireyrí og Eskífírði. Laugardag-inn þann 9. apríl var hríðarveður hér á Akurevri, en þó lítil fannkoma og hægviðrí. Var mér litið út um gluggann minn, sem snýr til austurs út að trjágarði við húsið. Kom eg þá auga á fugl þann, er Þjóðverj- ar nefna Seidensehwanz (á lat. Bombycilla garrula). Fugl þessi sat á reyniviðargrein og át skrælnuð reyniber. Hann virtist ekki gefa skógarþröstunum, sem sátu skammt frá honum, nokkurn gaum. Pugl þessi var heldur stærri en skógarþröstur. Að útliti var hann grár, en þó sló víða eins og rauðlitum gljáa. á fjaðrir hans, sérstaklega á bringu-, vængja- og stélfjaðrir. Ui")]) úr höfði fuglsins stóð ofurlítill toppur, sem sveigðist aftur. Kringum augun voru kolsvartir baugar. Flugfjaðrir voru dökk-gráar og nærri svartar. Fuglinn dvaldi þarna í garðinum um 5—10 mínútur og át græðgislega allan tímann. Loks flaug hann í norðurátt. Fuglar þessir koma stundum í hópum til Þýzkalands og eru þar oft nefndir „pestarfuglar“, og sökum þess, hve sjaldan þeir sjást í manna- byggðum taldir boða feigð og fár. — Heimkynni fuglsins er í Norður-Ev- rópu, Asíu og Ameríku. Brynja Hlíðar. I vetur kom hér í trjágarð nokkurn sjaldséður gestur, — „Silkehale“ (BombyciUa garrula). Hann dvaldi í vikutíma á hæsta reynitré hér í bæ og íældi. burt flesta þrestina, sem fyrir voru í garðinum. Á trénu var mikið af reyniberjum og svaf hann þar á nóttunni. Hann var á strerð við þröst ; hafði greinilegan, hreyfanlegan fjaðraskúf á höfðinu með hvítum, gulum og rauð- um fjöðrum. Stélið fremst með gulrauðu fjaðrabelti. Hann var mjög spakur en varkár; flaug ekki burt, þótt gengið væri undir trénu. Eftir viku var hann horfinn, annaðhvort floginn burt, eða orðinn ketti r.S bráð. — Eskifirði, 10.—5.— ’32. Guðmundur Pétursson læknir. P.s. Fugl þessi er alltíður vetrargestur hér í Reykjavík og á Suður- landi. Dr. Bjarni Sæmundsson hefir nefnt hann silkitoppu, og er nafnið dregið af fjaðurtoppnum á hnakka fuglsins og af þýzka og danska nafni ha.ns (Seidenschwanz og Silkehale). Hallgrímur Hallgrímsson bókavörður hefir stungið upp á nafninu silkiskotta; er það hvorutveggja í senn, ná- kvæm þýðing á þýzka og danska nafni fuglsins, og að auki gott og gilt íslenzkt þjóðsagnasafn (sbr. skottumar í þjóðsögunum). fí. G. B.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.