Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 57 að rannsaka þá og lifnaðarliætti þeirra, og eru þeir nú sá flokkur jarðvegsdýra, sem bezt er þekktur og mest hefur verið skrifað um (sjá síðar). Nú eru ánamaðkarnir tiltölulega stór dýr, sem vekja á sér athygli og frekar auðvelt er að safna. Verra er það með flest önnur jarðvegsdýr, sem eru svo lítil, að þau verða varla eða ekki séð með berum augum. Menn hafa orðið að gera sérstök tæki til söfnunar þessum dýrum, og með hverri endurbót á söfnunartækn- inni hefur tala dýra, sem menn hafa fundið í hverri rúmmálsein- ingu jarðvegs, margfaldazt. Sem dæmi um þetta er eftirfarandi taffa yfir tölu þráðorma (Nematoda) í jarðvegi samkvæmt fjórum mismunandi rannsóknum: Höfundur Söfnunaraðferð Tala dýra á hvern dm’ Diem 1903 ..... Tínsla ........................................ 10 Cobb 1918 ..... Fleyting...................................... 170 Stöckli 1938 ..... Trekt........................................ 2000 Franz 1941 ..... Rannsókn með smásjá ........................ 27000 Sérhver ný aðíerð hefur endurbætt árangurinn meira en tífalt. Svipuðu máli gegnir um söfnunaraðferðir annarra jarðvegsdýra. Daninn Bornebusch gaf 1930 út rit um dýralífið í skógarjarðvegi á Sjálandi. Rit þetta er að mörgu leyti undirstöðurit á sínu sviði, enda þótt það sé ekki eldra. Við samanburð nýrri rannsókna, til dæmis rannsókna Forsslunds í Svíþjóð 1943, kemur hins vegar í ljós, að Bornebusch hefur sennilega aðeins náð 10% af stökkskott- um (Collembola) og 2% af maurum (Acarina) þeim, sem fyrir hendi voru. Þrátt fyrir allar þær endurbætur, sem þegar hafa verið gerð- ar á söfnunaraðferðunum, er mjög sennilegt eða jafnvel víst, að frekari endurbætur mundu leiða í ljós enn meiri fjölda jarðvegs- dýra af öllum flokkum. Samkvæmt nýjustu niðurstöðum ýmissa sérfræðinga lítur listi yfir fjölda jarðvegsdýra í miðevrópskum engi- jarðvegi út, eins og sýnt er efst á næstu síðu. (Samkvæmt ofan- sögðu eru þetta þó vafalaust lágmarkstölur). Þess ber að gæta, að tölurnar í listanum eru meðaltöl. Fjöldi jarðvegsdýra er gíf- urlegum breytingum háður, bæði jregar mismunandi blettir eru bornir saman og eins eftir árstíðum. Ef við leggjum saman allar þessar tölur, fáum við geysiháa útkomu. Útkoma þessi segir þó ekki sérlega ntikið um ástandið í jarðveginum, vegna þess, hve dýrin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.