Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 41

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 41
NÁTTÚ R U FRÆÐINGURINN 131 Loftslagið niðri í jarðgöngum dýranna er talsvert annað en uppi á yfirborðinu. Mörg jarðgangadýr eyðimarkanna deyja ef þau eru sett upp á yfirborðið um hádaginn. Ýmsar töskurottur og mýs í eyðimörkum S.V.-Bandaríkjanna deyja ef iiiti fer yfir 35° á C. En niðri í jarðholum þeirra verður hitinn aldrei eins mikill og er að jafnaði um 26° á sumrin. í Kara-Kum eyðimörkinni er í apríl tal- inn vera um 31° hitamunur á yfirborðinu og loftinu niðri í músa- holu 10 cm í jörð. Hitinn var 59° uppi en 28° niðri í holunni um hádegið. Aftur á rnóti reyndist hitinn niður í músaholunni vera allt að 10° lægri á nóttum, heldur en uppi á yfirborðinu. Hitinn er með öðrum orðum miklu jafnari niðri í holum og jarðgöngum dýranna og loftið þar að auki rakara. Jafnvel í eyðimörkinni Sa- hara reynist smádýrunum nóg að grafa sig 10 cm niður til að forð- ast hinar miklu hitasveiflur sólarlrringsins Jrar. Geta mörg dýr ef- laust ekki lifað á slíkum stöðum nema geta grafið sig niður. Og mörg þeirra eru aðallega á ferli á nóttunni. Sum nagdýr byggja sér hreiður eða kofa, og oft af mestu snilld. Dvergmúsin byggir sér hreiður úr samanfléttuðu grasi, oft úr sömu jurtunum og bera lireiðrið. Hún klýfur grasblöðin og fléttar saman án Jress að slíta þau af, svo lneiðrið er lengi lifandi. íkornar gera sér líka hnöttótt hreiður úr kvistum, oft laufklædd og fóðruð mosa eða berki að innan. Sumir íkornar byggja bæði lausleg sum- arhreiður og traustbyggð vetrarhreiður, sem endast árum saman. Sumir grafa sér þar að auki „birgðaskemmur“ í jörð. Hamstur tegund ein í Kaliforníu byggir sér mjög traust hús, keilulaga, oft utan um trjástofn niður á jörð. Getur Jjað orðið rúm mannhæð, en að jafnaði 118 cm og þvermálið neðst 1 metri. Þessi hús eru gerð úr smágreinum, blöðum o. fl. jurtaleifum. Dýrin halda Jreim vel við og býr aðeins einn hamstur í hverju húsi. Nokkur herbergi eru í húsunum og er hreiðrið sjálft eða bælið venjulega „uppi á lolti“. Dýrið fer sjaldan lengra en 30 m frá húsinu í ætisleit. Moskusrottan byggir hús, sem hún býr í á veturna og í Jjví elur hún einnig ungana. Húsið er venjulega eitt hvelft herbergi, en frá því liggja gangar sem opnast undir yfirborði vatnsins, sem hún býr við. Moskusrottan heldur ol't áfram að byggja og breyta húsinu árum saman. Getur Jjað að lokurn orðið um 1 metri á hæð og 3 metrar í þvermál neðst. Auk Jjess byggir hún bráðabirgðaskýli, eins konar matsali- og setstofur á floti.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.