Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1963, Síða 8

Náttúrufræðingurinn - 1963, Síða 8
9 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN í landið. Er það eftirtektarvert, að sú jurt hagar sér sem hálendis- jurt og vex langt inn á öræfum, en melgrasið er annars strand- planta og á sennilega víða óhægt um vik að verða hálendisgróður, þar sem ströndin er þegar gróin öðrum jurtum. Einn stærsti melgrasflákinn er nú við austurbotn Þórisvatns sunnan Þveröldu, en annars vex melgrasið víða um Tungnaár- öræfin og jafnvel uppi undir Vonarskarði. Hvönnin hefur fikrað sig upp með ánum og komizt inn í landið ásamt starargróðri. Sand- jurtirnar hafa síðan fylgt eftir hinum hörfandi jökli inn í landið, og þar á eftir hafa komið grös, lyng og runnar. Hið tiltölulega láglenda Kjalarsvæði hefur sennilega orðið al- gróið á því hlýviðrisskeiði, sem síðan fór í hönd. Landið reis smám saman úr sjó, og fyrir tíu þúsund árum voru sjávarmörk neðar en þau eru í dag (Þórarinsson 1957, Einarsson 1957). Á þessu tímabili hefur gróður numið land bæði upp frá hinni gömlu strandlínu sem og niður með hinum sífellt lækkandi sjávarmörk- um. Hafa grös og hálfgrös einkum lagt undir sig hið neðra svæði, sem fjarað hafði af, en skógur hið efra. Flestar svalviðrisjurtir hafa þá þokazt upp eftir fjöllum miðhálendisins og Skagafjarðarsvæðis- ins og á aðra fjallatinda víða um land. Nokkrar breytingar hafa ugglaust orðið á efstu mörkum skógar, eftir því sem loftslag ýmist kólnaði eða hitnaði í landinu á næstu tímabilum, og eru þar frjókornarannsóknir og lurkalög helzt til frásagna. Væri fróðlegt að kanna betur, hve langt inn í landið lurkalög mýranna ná, því að enn eru víða til mýrar á hálendinu, og hefur sumt það land varla eyðzt af uppblæstri eftir ísöld. Undir jaðri Kjalhrauns við Hveravelli hafa fundizt leifar víðis og fjalldrapa í kísillögum. Eru þessar menjar taldar bera vitni um heldur hlýrra loftslag en þar er nú í dag (Hannesson 1959). Víðir vex að vxsu enn á þessum slóðum, svo að varla er unnt að draga miklar ályktanir um veðurfarsbreytingu af þessum fundi. Hins vegar svipar hlíðargróðri í Arnarfelli og Múlunum sunnan Hofsjökuls enn að sumu leyti til skógarbotnagróðurs. Vex þar t. d. blágresi. Sama máli gegnir um gróður víða í hlíðum við austur- brún Langjökuls. Má því ætla, að skógar hafi vaxið allofarlega í landinu á hlýviðrisskeiðum. Til þessarar útbreiðslu skóga benda einnig leifar birkiblaða, fundnar við Blautukvíslarbotna sunnan við Þóristind í um 500 m hæð yfir sjó (Kjartansson 1958).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.