Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1963, Qupperneq 12

Náttúrufræðingurinn - 1963, Qupperneq 12
6 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 3. mynd. Svörðurinn er horfinn, gróðurmoldin rýkur og landið verður örfoka með ómorknu stórgrýti. — The vegetation cover and topsoil erodes leaving the naked bolders and gravel. því góð skil (1961). Telur hann ýmislegt benda til þess, að upp- blásturinn hafi komið í kjölfar eyðingar skóganna og því orðið óbeinlínis af völdum manna. Landnámsmenn hafa flestir hagað sér líkt og Blund-Ketill í Þverárhlíð, en þar voru á landnámsöld hrískjörr og smáskógar, en hann lét ryðja víða í skógum og byggja þar (Landnáma 1948). Með sviðningum hafa stór svæði verið eydd á fyrstu tímum byggð- arinnar hér á landi. Á þann hátt var skóglendi breytt í frjósamt graslendi, en síðan hefur búsmali smám saman rýrt það land með þúsund ára afrakstri og brottnámi jurtanærandi efna úr jarðveg- inum. Enda þótt gróðureyðing færðist í vöxt eftir landnámsöld, eru líkur fyrir því, að kólnandi loftslag á miðöldum hafi enn stuðlað að auknum uppblæstri. Þá versna að mun vaxtarskilyrði hálendis- gróðurs vegna lægri sumarhita.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.