Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 24
Náttúrufræðingurinn 3. rammi Breytingar á styrk næringarefna við frum- framleiðni (vöxt) þörunga og niðurbrot lífrænna þörungaleifa Frumframleiðni svifþörunga og síðar niðurbroti eða rotnun lífræns efnis má lýsa með efnajöfnu: 106 C02 (uppleyst) + 122 H20 + 16 HNOs + H3P04 koltvíoxíð + vatn + nítrat + fosfat A Tillífun Niðurbrot (öndun) V (CH2O)106(NH3)16H3PO4 + 138 02 þörungavefur + súrefni Hlutfallslegar breytingar á styrk efna í upplausn miðað við atóm af kolefni (C), nitri (N) og fosfór (P), kenndar við Redfield: AC:AN:AP = 106 : 16 : l.22 Kísilþörungar mynda skel og þurfa uppleystan kísil til þess, auk fosfórs og niturs. í hreinum kísilþörungablóma er algengt að hlutfallslegar breytingar á styrk kísils og nítrats í upplausn séu ASi:AN = l.23 tímann frá febrúar til fyrri hluta júní og eru byggðar á mælingum á um 1400 sjósýnum. í febrúar-mars er dæmigert vetrarástand í fullsalta sjónum sem berst inn á landgrunnið og styrkur næringarefna er í árlegu hámarki og á þröngu bili (2. tafla). Af upplýsingum um styrk þeirra í fullsöltum sjó og í ánum sem falla til sjávar á suðurströndinni má áætla næringarefnastyrk sem ætti að vera í ferskvatnsblönduðum en þörungasnauðum sjó þegar seltan er þekkt og gert er ráð fyrir því að blöndun sé línuleg (1. rammi). Þannig fást þrenn línuleg tengsl fyrir styrk næringarefnanna kísils (Si), nítrats (N03) og fosfats (P04) við breytilega seltu (S): Si fímól/l = 216- 5,93 *S N03 nmó\l\ = 5,50 + 0,258 * S P04 /rmól/1 = 0,99 - 0,00142 * S Með vorkomu í sjónum og frum- framleiðni þörunga eykst vægi líf- efnaferla og styrkur næringarefn- anna tekur að lækka (3. rammi). Af mælingum frá þeim tíma má áætla hve mikið af næringarefnunum sé búið að nema úr upplausn og binda í þörungavef: Si þörungar = (216 - 5,93 * S) - Si mælt N03 þörungar = (5,50 - 0,258 * S) - N03 mælt P04 þörungar = (0,99 - 0,00142 * S) - P04 mælt Með þessu móti fæst mat á nettó- upptöku næringarefna við þörunga- vöxt því niðurbrot, öndun, á sama tíma er ekki aðgreint. Hvað kísilinn varðar er endurnýjunin sennilega hverfandi lítil því kísillinn er bund- inn í skeljum kísilþörunga og þær leysast hægt upp.26 Þegar þessum jöfnum er beitt á gögnin af Krísuvíkursniðinu kemur fram að hlutfallsleg upptaka á nítrati og fosfati, AP:AN, er 1:15,4 (11. mynd), sem er nálægt Redfield- gildinu 1:16 og í samræmi við það sem fram hefur komið í hafinu hér við land.14'27 Einnig kemur fram (11. mynd) að hlutfallsleg breyting á kísil og nítrati, ASi:AN, er 0,705. Þar sem þetta hlutfall er lægra en 1 gefur það til kynna að aðrir flokkar þörunga en kísilþörungar séu einnig að vaxa og nýta mtrat (3. rammi). Það er sérstaklega eftirtektarvert hve fljótt þörungar vaxa og nýta uppleysta kísilinn þannig að nán- ast ekkert verður eftir í upplausn í yfirborðslaginu (5. og 11. mynd). Það virðist vera breytilegt frá ári til árs hvenær vorblómi þörunga hefst á svæðinu suður af Krísuvíkur- bjargi. Þannig hefur hann byrjað fyrr 1991 en hin árin tvö, svo sem fram kemur af mælingum á bind- ingu kísils (12. mynd). Það er hins vegar ekki Ijóst af þessum gögnum hvað veldur þeim breytileika. Augljóslega hefst þörungavöxtur fyrr nyrst á sniðinu, þar sem lag- skiptingar af völdum ferskvatns gætir, en syðst á því, úti í fullsöltu hafinu, eins og áður hefur komið fram.20 Athuganir á Krísuvíkursniðinu, sem er um 45 km frá Ölfusárósi og 65 km frá Þjórsárósi, sýna enn og aftur að ferskvatn hefur áhrif á vor- komu í hafinu undan ströndum landsins. Jafnframt er ljóst að upp- leystur kísill í árvatninu er mikil- vægt framlag í næringarefnabú- skap strandsvæða og að á gróður- tímanum nýta svifþörungar kísil- inn á tiltölulega stuttum tíma. Af þessum gögnum má ætla að við- stöðutími uppleysts kísils sem berst til sjávar á vorin sé fáir dagar, e.t.v. aðeins vika, áður en hann er lífrænt bundinn. Þess vegna hefur árvatn mótandi áhrif á frumframleiðni og tegunda- samsetningu svifþörunga, grunn vistkerfa, á svæðum sem eru til- tölulega afmörkuð hvað varðar fjarlægð frá árósum. Önnur áhrif árvatnsins á eiginleika sjávar, lag- skiptingu og blöndun, ná lengra og eru áfram fyrir hendi þótt upp- leysti kísillinn sé uppurinn. En 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.