Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 66

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 66
og ferðamennsku er mikil þörf fyrir minni leshefti um einstaka staði og smærri náttúruperlur, þar sem náttúrfarið, sagnir og saga eru tengd saman í eina heild, og sem ferðamenn geta tekið með sér. Bókin um Þórsmörk væri gullnáma af efni í slíka bæklinga. Bókin um Þórsmörk er byggð upp sem afmælis- eða hátíðarrit með Tcibula gratula- toria og tilefnið er 75 ára afmæli Þórðar í Skógum aðalhöfundar hennar. Mér finnst vanta nokkuð á að afmælisbarnsins sé minnst á viðeigandi hátt. Þess er aðeins getið lauslega innan á bókarkápunni, en þær vilja oft glatast. Inni í bókinni er einungis ritskrá Þórðar sem gefur aðeins óljósa vísbendingu um tilefni bókarinnar. Að öðru leyti er öll frágangsvinna við bókina að- standendum hennar til sóma. Einnig er öll meðferð íslensks máls prýði á bókinni. Stíll Þórðar er bæði léttur og lipur, sem gerir efni hennar ljóslifandi og aðgengilegt leikum sem lærðum. Myndefnið úr Þórsmörk er víða frábært og eykur mjög gildi bókarinnar. Hún tilheyrir þeim flokki bóka sem er aufúsu- gestur í hverju bókasafni. Guttormur Sigbjarnarson Fréttir STAFRÆN FILMA í GÖMLU MYNDAVÉLINA Hægt er að taka stafrænar ljósmyndir á segulband með sömu tækni og beitt er við mynd- bandstöku og í sjónvarpi. Við þetta hafa menn notað sérstakar myndbandsljósmyndavélar eða skannað venjulegar ljósmyndir. Nú er bandarískt fyrirtæki, Irvine Sensors í Costa Mesa, Kaliforníu, að setja á markað tæki, Imagek, sem breytir venjulegri 35 mm myndavél í stafræna myndbandsvél. Rafhlöður, rafeindabúnaður og minni serri geymir myndimar eru í hylki sem kemur í stað venjulegs 35 mm filmuhylkis í myndavélinni. Út úr hylkinu gengur þynna sem liggur í filmufleti mynda- vélarinnar þar sem filman er annars. í flestum myndbandstökuvélum og stafrænum myndavélum nemur hleðslutengt kerfi (CCD, „charge-coupled device") myndina. Imagek-kerfið notar í þess stað eitthvað sem nefnt er CMOS og stendur fyrir „complementary metal oxide semiconductors". Hvað sem það nú þýðir hefur þessi tækni til þessa verið of dýr til notkunar í myndavélum en myndirnar verða skarpari en úr hefðbundnum rafeindabúnaði og minni orka er notuð. I Imagek-kerfinu eru myndimar geymdar í 40 megabæta minni. Það rúmar 30 skarpar myndir, sem hver er gerð af 1,3 milljón myndeiningum (,,pixels“). Þegar minnið er fullt eru gögnin í því færð inn í tölvu til geymslu. Þangað má svo sækja myndirnar, skoða þær og kópíera á ljósmyndapappír eða á annan miðil, t.d. litgreina þær til prentunar. Von var á Imagek-ljósmyndakerfinu á markað sumarið 1998. Aætlað verð í Bandaríkjunum er um 1000 dalir. 144 New Scientist 7.3.1998. ÖrnólfurThorlacius tók saman.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.