Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 31
SVARTÁ, Hún. 50km2 12. mynd. Skýringarmyndir af helstu lífríkiseinkennum dragár, Svartár í Húnavatnssýslu. Dragárkerfi með lítið rennsli ofarlega á vatnasviði. -A schematic representation of eco- system characteristics in the run-off river Svartá, E-Húnavatnssýsla (N-Iceland) (Group-B river). ■ RANNSÓICNIR Unnið er að öflun yfirlitsþekkingar á straumvötnum á íslandi. Kannað verður botndýralíf í sem flestum gerðum straum- vatna. Til þess að verkefnið yrði við- ráðanlegt var afráðið að taka aðeins sýni á haustin á nokkrum stöðum úr hverju straumvatni. Fullvöxnum skordýrum er þó safnað við árnar í flugnagildrur (3. mynd) frá vori til hausts til að fá samsetningu skor- dýralífs í þeim. Engin ódýr lausn er til fyrir árstíðabundnar breytingar á eðlis- og efnafræðilegum eiginleikum straumvatna. Fylgst er með rennsli þeirra með síritandi vatnshæðarmælum á vegum Orkustofnunar (5. mynd). Komið verðurfyrir síritandi hita- mælum á vatnshæðarmælistöðvum í völdum ám. Auk beinna mælinga á vötnunum verður hugað að mikilvægi landrænna þátta fyrir ytri gerð straumvatna, þ.e. farvegi, vatnafari og efnainnihaldi. 109

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.