Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 187 og glers í berginu, og samanburði margra sýnishorna er unnt að sýna í hvaða röð kristallarnir falla út og eins er mögulegt að finna hve mikill vcikvi (gler) er eftir þegar ákveðin kristaltegund byrjar að falla út. Eins og getið var um hér að ofan voru einu kristallarnir í fyrsta gosefninu plagioklasar og olivinar. Síðar hurfu plagioklasarnir en olivinarnir urðu einir eftir og jukust að magni er á leið gosið. Sú skýring, sem virðist í beztu samræmi við þessar breytingar á gos- efnunum er í aðalatriðum þessi: Áður en gos hófst í Surtsey var kristöllun hafin í kvikuþrónni. Fyrstu kristallarnir, sem féllu út voru olivinar. Þessir kristallar eru samsettir úr járni, magnium og kísilsýru og því eðlisþyngri en vökvinn, sem þeir falla út úr. Þessir kristallar falla því hægt og hægt til botns í þrónni, en við það breyt- ist heildarsamsetning efnisins í efri hluta þróarinnar. Vökvinn verður smám saman fátækari af járni og magnium, unz hann hefur náð þeirri efnasamsetningu, þar sem plagioklas og olivin byrja að falla út saman. Plagioklas er hins vegar aðeins eðlisléttari en vökv- inn og kristallarnir fljóta upp í efri hluta þróarinnar. Á þessu stigi hefst gosið og fyrstu gosefnin innihalda plagioklas og olivin. Eftir því sem meira gengur á efnið í þrónni verður það sífellt olivinrík- ara en plagioklasarnir hverfa. Nú kynni einhver að spyrja hvort bergið í Surtsey líkist ekki því efni, sem komið hefur upp í eldgosum síðari tíma á íslandi. Því er til að svara, að þetta berg er gjörólíkt öllum Öskjuhraunum og við Heklu á það ekkert skylt. Það er líkara Kötlu og Eldgjá, en hefur þó ákveðin sérkenni, sem skipar því í annan flokk. Við get- um því ekki dregið Surtsey í dilk með neinu nálægu eldfjalli, og því ekki hægt að segja að hún hafi kvikuþró sameiginlega með öðru eldfjalli á meginlandinu. Að lokum ber að leggja á það áherzlu, að sú vinna, sem hefur verið framkvæmd vegna Surtseyjargossins á þessari stofnun er hóp- vinna eins og getið var í upphafi. Tilgangur þessarar greinar er að- eins sá, að sameina í mjög almennu yfirliti frásögn af því, sem gert hefur verið, en vísindalegar skýrslur um niðurstöður rann- sóknanna verða birtar á öðrum vettvangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.