Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 61

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 61
NÁTTÚRUFR. 171 Norðvestan til á Síberíuströndum hittist hún einnig allt austur á Taimyrskaga a. m. k. Á þessum slóðum lendir henni saman við frænku sína, margæsina, og blandast henni og eru kynblendingar algengir, sem er erfitt að skilgreina. En yfirleitt er margæsin í yfirgnæfandi meiri hluta austan til í Norðuríshafslöndunum, en grænlandshrotan vestar. Hér á landi eru margæsir, eða hrotgæsir, sem er einna al- gengara nafn á þeim, algengir farand-farfuglar vor og haust. Verður þeirra vart svo að segja í öllum landshlutum, en lang al- gengastar eru þær á Suður. og Suðvesturlandi. Gerir almenning- ur, sem von er, engan mun þessara tveggja undirtegunda og gef- ur þeim báðum sameiginleg nöfn, t. d. prompur, helsingjar (par- tim) o. fl. Koma gæsirnar reglulega í stórhópum, oft svo hundr- uðum skiptir, bæði vor og haust, en þó eru komur þeirra einna reglubundnastar á haustin. Hafast þær við á vogum og víkum við sjávarsíðuna, þar sem er útfiri og marhálmsgróður í botni. Mar- gæsirnar eru, allra norrænna gæsa,1) hændastar að sjávargróðri, en sækja minna á land upp. Þær koma hingað oft all-snemma á vorin, ef vel vorar, um mánaðamótin marz—apríl og dvelja hér fram undir maílok eða lengur, ef illa árar. Á haustin koma þær að jafnaði um mánaðamótin ágúst—september, og eru þær hér oft fram um veturnætur. Þær fljúga meir með ströndum fram en þvert yfir landið, eins og sumar aðrar frænkur þeirra. Þó hefi ég hitt margæsir í stórhópum, um haust, langt inn á afréttum, ofarlega við Þjórsá. Margæsir fljúga sjaldan ,,oddaflug“. 10. tegund. Helsingi (B. leucopsis (Bechstein)). Samnefni: Anas leucopsis, Bechatein, Anser leucopsis (Bechstein), Bernicla leucopsis (Bechstein), Leucopareia leucopsis (Bechstein). (Á Norðurlandamálum: Bramgaas, Hvidkindet gaas, Vitkindad gás; ensku: Barnacle Goose; þýzku: Nonnengans.) Lýsing: Ennið, vangarnir og kverkarnar er hvítt, stundum með gulleitum blæ, en að öðru leyti er allt höfuðið svart og háls- inn niður á bringu að framan og á herðar að aftanverðu. Eru þar 1) Á suðurhveli jarðar eru til helsingjategundir nokkrar (Chloep- haga), í Suður-Ameríku, sem hegða sér að þessu leyti líkt og margæsir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.