Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 12
122 NÁTTÚRUFR. frjókornum. Þetta sannar það, er ég áður sagði, að grenið tók eigi að klæða landið fyrr en í lok bronsealdar, og að það hefir breiðst út tiltölulega mjög fljótt. Þannig getum við, með því að taka nægilega mörg sýnishorn og frjógreina þau, nákvæmlega rakið sögu skóganna í héraðinu. Vitanlega megum við eigi draga allt of miklar ályktanir af rannsókn einnar mýrar. En er vér höfum rannsakað tugi, og þeim ber saman í aðalatriðunum, er eigi lengur ástæða til þess að rengja. í Suður- og Mið-Svíþjóð, sem munu bezt rannsakaðar allra landa hvað mýrar snertir, hafa allar stærri mýrar verið mældar, og yfir 100,000 sýnis- horn verið tekin til frjógreiningar. Það er eigi lítið verk, sem liggur í slíkum rannsóknum, því að meðaltali mun frjógreining hvers sýnishorns taka 2 tíma. Og það er ekki aðeins saga skóg- anna, sem hægt er að rekja á þennan hátt, heldur og gróðursins yfirleitt, því tekist hefir að þekkja í sundur ýms frjókorn önnur en trjánna, svo sem frjókorn grasa- og hálfgrasaættanna, ýmissa lyngtegunda o. s. frv. Mikið vantar þó á, að þekkja megi frjó- korn allra jurtaætta, og mörg virðast eigi varðveitast í mýrun- um, en af þeim, er finnast, má mikið ráða. Ég skal nefna eitt dæmi. Ofarlega í jarðvegslögum í dölum Vestur-Grænlands er dökkt lag, og hefir mikið verið deilt um, hve gamalt það væri. Hafa sumir haldið því fram, að það væri frá dögum íslendinga þar í landi, en aðrir hafa talið það eldra. Nú hefir danskur jarð- fræðingur nýlega rannsakað þetta, og það hefir sýnt sig við frjó- greininguna, að þegar upp í þetta lag kemur, fækkar birkifrjó- um skyndilega, en tala grasafrjóa meira en hundraðfaldast. Þetta tekur af öll tvímæli um, að lagið hefir tekið að myndast eftir komu Islendinga þangað. Þeir hafa rutt bjarkaskógum. Tún og engjar hafa komið í staðinn. í þessu lagi hafa og fundizt frjó jurtar þeirrar, er á latínu heitir „myrica gale“. Jurt þessi er notuð til ölgerðar, en finnst nú eigi á Grænlandi. Að öllum líkindum hefir hún flutzt til Græn- lands með Norðurlandabúum, er hafa notað hana til ölgerð- ar: landanum hefir löngum þótt bjórinn góður. Síðar hefir hún dáið út. Það er og auðsætt, að nýtizku mýrafræði og forn- menjafræði (arkeologi) eru ómetanleg hjálp hvor annari. Ég get skýrt það með einu dæmi. 1 mýri nokkurri finnst bronseöxi. Af lögun hennar má sjá, að hún er frá lokum fyrri hluta bronsealdar. Við frjógreinum lagið, er hún fannst í. Þar finnum við t. d. 38 % furufrjó, 17 % barkafrjó o. s. frv. Við fáum því að vita, hvernig skógurinn leit hér út í lok fyrri hluta bronsealdarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.