Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 12

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 12
122 NÁTTÚRUFR. frjókornum. Þetta sannar það, er ég áður sagði, að grenið tók eigi að klæða landið fyrr en í lok bronsealdar, og að það hefir breiðst út tiltölulega mjög fljótt. Þannig getum við, með því að taka nægilega mörg sýnishorn og frjógreina þau, nákvæmlega rakið sögu skóganna í héraðinu. Vitanlega megum við eigi draga allt of miklar ályktanir af rannsókn einnar mýrar. En er vér höfum rannsakað tugi, og þeim ber saman í aðalatriðunum, er eigi lengur ástæða til þess að rengja. í Suður- og Mið-Svíþjóð, sem munu bezt rannsakaðar allra landa hvað mýrar snertir, hafa allar stærri mýrar verið mældar, og yfir 100,000 sýnis- horn verið tekin til frjógreiningar. Það er eigi lítið verk, sem liggur í slíkum rannsóknum, því að meðaltali mun frjógreining hvers sýnishorns taka 2 tíma. Og það er ekki aðeins saga skóg- anna, sem hægt er að rekja á þennan hátt, heldur og gróðursins yfirleitt, því tekist hefir að þekkja í sundur ýms frjókorn önnur en trjánna, svo sem frjókorn grasa- og hálfgrasaættanna, ýmissa lyngtegunda o. s. frv. Mikið vantar þó á, að þekkja megi frjó- korn allra jurtaætta, og mörg virðast eigi varðveitast í mýrun- um, en af þeim, er finnast, má mikið ráða. Ég skal nefna eitt dæmi. Ofarlega í jarðvegslögum í dölum Vestur-Grænlands er dökkt lag, og hefir mikið verið deilt um, hve gamalt það væri. Hafa sumir haldið því fram, að það væri frá dögum íslendinga þar í landi, en aðrir hafa talið það eldra. Nú hefir danskur jarð- fræðingur nýlega rannsakað þetta, og það hefir sýnt sig við frjó- greininguna, að þegar upp í þetta lag kemur, fækkar birkifrjó- um skyndilega, en tala grasafrjóa meira en hundraðfaldast. Þetta tekur af öll tvímæli um, að lagið hefir tekið að myndast eftir komu Islendinga þangað. Þeir hafa rutt bjarkaskógum. Tún og engjar hafa komið í staðinn. í þessu lagi hafa og fundizt frjó jurtar þeirrar, er á latínu heitir „myrica gale“. Jurt þessi er notuð til ölgerðar, en finnst nú eigi á Grænlandi. Að öllum líkindum hefir hún flutzt til Græn- lands með Norðurlandabúum, er hafa notað hana til ölgerð- ar: landanum hefir löngum þótt bjórinn góður. Síðar hefir hún dáið út. Það er og auðsætt, að nýtizku mýrafræði og forn- menjafræði (arkeologi) eru ómetanleg hjálp hvor annari. Ég get skýrt það með einu dæmi. 1 mýri nokkurri finnst bronseöxi. Af lögun hennar má sjá, að hún er frá lokum fyrri hluta bronsealdar. Við frjógreinum lagið, er hún fannst í. Þar finnum við t. d. 38 % furufrjó, 17 % barkafrjó o. s. frv. Við fáum því að vita, hvernig skógurinn leit hér út í lok fyrri hluta bronsealdarinnar.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.