Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 73

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 73
NÁTTÚRUFR. 183 Marsvín rekin á land. Eitthvað 67 marsvín voru rekin á land í Fossvogi 2. okt. 1934, að kvöldi dags. Kvöldið áður sást marsvínavaða úti af Njarðvík- um, en enginn sinnti henni. Ekki er ólíklegt, að um sömu vöðuna hafi verið að ræða. Stærð þeirra marsvína, sem náðust í Fossvogi, var 2—6 metrar, flest voru 3—4 metrar á lengd, fá minni. Magar voru tómir, en nokkrar kýr með fóstri, og voru, að því er virtist, sumar komnar að því að bera. Marsvín hafa, á síðari öldum, verið rekin, eða hlaupið á land, sem hér segir: 1606 fékk Jón lærði 40 rekin á land í Bjarnareyjum á Breiðafirði. 1800 rak 45 við Selárdal um allra heilagra messu (1. nóvember). 1818 voru 100 rekin á land í Reykjavík, 23. september. 1824 voru 500—600 rekin á land við Harðakamb á Snæfellsnesi í október. 1852 voru 65 rekin á land hjá Kleppi fyrir innan Reykjavík, í júlí. 1878 voru 207 rekin á land í Njarðvíkum, og stendur svo um at- burð þann í Þjóðólfi: „23. þ. m. voru 207 marsvín rekin á land í Njarðvíkum. Varð vart við þau kvöldið fyrir, hvar( þau brunuðu í torfu utan úr hafi og beint inn á víkina. Hlupu menn þá til skipa, allir sem gátu, og háðu eltingaleik við hvali þessa alla nóttina með grjótkasti og ópum; sluppu þeir 10 sinnum úr höndum þeirra, en stöðvuðust brátt, til þess að hvíla sig, er fram á víkina kom. Nokkrir höfr- ungar voru í hópnum, og ollu þeir mestum óróanum, en loksins tóku þeir sig út úr og hlupu á land og dóu þegar. Eftir það voru marsvínin auðsótt, og voru þau öll stungin til bana, þar sem hæg- ast var að bjarga þeim frá sjó. Skiptu Njarðvíkingar veiðinni í tvo staði jafna, landhlut og veiðihlut; var síðan landhlutnum skipt eftir hundraðstölu ábúenda hverfisins, en hinum hlutnum jafnt milli manna þeirra, sem að veiðinni voru“. (Þjóðólfur 30. ár, bls. 94.) 1927 voru 200—300 rekin á land á Sandi (Sn.), 7. sept., 6—10 álna löng. Mörg með fóstri. 1928 hlupu 75 á land á Skipaskaga (Akranesi), 22. nóvember. 1929 rak eða fjaraði undan 200 við Ófeigsfjörð, af 1000, sem sagt var, að hefðu verið þar á ferðinni, í ágúst. (Ægir, 9. tbl. 1929). 1933 voru ca. 300 rekin á land í Ólafsfirði (sjá Náttúrufr., 3. árg., bls. 124).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.