Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 109 langur sandhryggur suður af eyjunni út á svonefnda Selhamra. Vík sú, er þarna myndast, liggur á móti sól og suðri og þar er skjól í allri háátt. Sandur þessi ber nafn með rentu, og heitir Selasand- ur. Þar er aldrei sellaust, hvorki sumar né vetur, nema í gadd- frostum. Á vorin, þegar úti var öll umferð á skipum til varphiró- inga og selveiða, og þar var alger friður og næði, safnaðist urmull af sel saman í eyjunum, einkum á sandinum, og bökuðu sig í sól- skininu. Þarna gátu þeir legið dag og nótt, hreyfingarlausir, frá hálfsmækkuðum straum til hálfstækkaðs, að öðru leyti en því, að þeir færðu sig nær sjónum um útfallið, en undan sjó með aðfall- inu, en vættu sig aldrei, nema þá að um undantekningu hafi verið að ræða.1) Um stórstraumsflóð máttu selirnir til með aö fara í sjóinn, því þá var aðeins hæsti hryggur sandsins í flóðhrönn, en undir eins og út féll, skreiddust þeir upp að nýju og höguðu sér eins og áður er sagt, þangað til féll undir þá aftur. Þarna var oft útselur með, en hann hélt sig oftast sér.2) Áður en ég skil við láturselinn, vil ég geta þess, að mér er ekki grunlaust um, að hann geti legið og mókað niðri í sjónum, Imeyf- ingarlaus, jafnvel langan tíma. Það var t. d. einu sinni í selakróun, að einn selur var orðinn eftir króaður inni á svo litlum bletti, að báturinn, sem við vorum á, gat rétt snúið sér vel við í hringnum. Nú leið langur tími, að við urðum selsins ekki varir, og við sáum hann heldur hvergi koma úr kafi, utan hringsins, ef hann skyldi hafa sloppið. Samt biðum við góða stund enn, vafalaust 30 mín., og þá þóttumst við vissir um það, að hann hefði komizt undan. Þegar við ætluðum að fara að innbyrða selabandið, fer ég að horfa niður á sjávarbotninn undir bátnum, og sé þá að selurinn liggur þar á kviðnum. Ég taldi víst að hann hefði kafnað, en til þess að ná honum upp, varð ég að bera í hann skutul. En undir eins og 1) Það virðist svo, sem sultur hafi ekki sorfið að þeim þennan tíma. Ýkj- ur munu það vera, að láturselur ráðist á lúður, nema þá mjög smáar. Háf held eg að enginn selur leggi sér til munns. 2) Einu sinni um fjöru reri eg fram hjá selalátri, þar sem margar urtur láu með kópa og dembdu þær sér óðara í sjóinn, er þær sáu til mín. Litlu síðar sé eg eina skríða í flýti aftur upp í skerið. Að vörmu spori kom hún aftur með lítinn kóp í munninum, og steypti sér á kaf með hann. Eg hugsa, að hún hafi nýlega verið laus við hann, og hann ósjálfbjarga, en ekki sá eg þau aftur, því eg hélt mína leið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.