Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1950, Side 9

Náttúrufræðingurinn - 1950, Side 9
SUNNLENZKA síldin í ljósi rannsóknanna 151 1947, og er réttra þriggja ára, þegar síldin veiðist í júlí 1950, en þá er vorgotssíldin aðeins tveggja og hálfs árs. Síldirnar tilheyra mis- munandi árgöngum, sumargotssíldin árgangi 1947, en vorgotssíldin árgangi 1948. Vegna þess að síldaraflinn við ísland er nær undantekningarlaust blanda þessara tveggja kynstofna, verðum við að skipta síldinni í tvo hópa, sumargotssíld og vorgotssíld, því að annars getum við ekki skipað henni í árganga, en í því er árangur aldursgreiningar fólginn. Þessi skipting er vel framkvæmanleg á eldri síld á vissum tímum árs, þegar kynfærin eru vel þroskuð hjá öðru síldarkyninu, en hjá hinu nýtæmd og bera enn merki nýafstaðinnar hrygningar. Hinsvegar eru einkenni þessi stundnm mjög tvíræð, og ungsíld er alls ekki liægt að sundurgreina á þennan hátt. Þegar þannig stendur 'á, hef ég notað einkenni í síldarkvörnunum við aðgreininguna, eins og áður hefur verið getið í þessu riti.1 Með þessar skýringar í liuga getur hver skilríkur lesandi dregið ályktanir af þeim línuritum, er fylgja þessu máli. Hlutfallsstyrkur árganganna er hér metinn í hundraðshlutum. í sérstökum dálkum er þess getið, hve margir hringar hafa verið lesnir í hreistri (Rings), og um hvaða árgang er að ræða (Yearclass). Sildin í Kollafirði og Sundunum í febrúar 1947 Eins og línuritin (4. mynd) bera með sér, er munur á árgangaskip- un kynstofnanna í Kollafjarðarsíldinni. 3ja hringa síldin er ávallt sterkari í vorgotsstofninum. í sumargotsstofninum er talsvert jafn- ræði nteðal ljögurra árganga framan af og það er ekki fyrr en í febrúarlok, að 3ja hringa síldin nær fullunt yfirráðum. Hins vegar skeður hliðstæð breyting í báðum stofnum, er líða tekur á veiðitím- ann. Eldri síldin hverfur fyrst af veiðisvæðinu, einkanlega vorgots- síldin, enda nálgast þá öll eldri síld af þeint stofni fullan kynþroska, og má ætla, að hún leiti af innri hvöt til hryggningarstöðvanna fyrir sunnan land. Þegar gögnin eru tekin saman í heild, eins og gert er á neðstu línu- ritunum (svörtu súlurnar), er auðsætt að sumargotssíld frá 1943 og vorgotssíld frá 1944 ntynda uppistöðuna í aflanum. Þetta eru árgang- arnir, sent bera uppi veiðina í Hvallirði haustið 1947 og veturinn 1947-1948. 1) Náttúrufræðingurinn 1. hefti 1949.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.