Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1950, Side 35

Náttúrufræðingurinn - 1950, Side 35
G. Timmermann: Um íslenzkar ránfuglalýs Síðustu áratugina Itafa dýrafræðingar um allan liinn menntaða heim tekið að gefa sig meira að athugunum á dýralúsum. Stafar það í fyrsta lagi af því mikla vísindalega gildi, sem þessi dýr hafa í líf- fræðinni, vegna hinnar nánu aðlögunar þeirra að skilyrðum snýkju- lífsins. I öðru lagi vegna þess, hve þýðingarmikil þessi kvikindi eru bæði frá læknisfræðilegu og dýralæknisfræðilegu sjónarmiði sem sjúkdómsorsök eða smitberar. Hér við bætist í þriðja lagi, að rann- sókn á lúsum getur gefið mikilsverðar upplýsingar um þróunarferil dýranna. Urn þetta samband fjallar hin svokallaða Fahrenholz-regla í dýrafræðinni, en hana fann fyrstur þýzkur kennari að nafni Heinrich Fahrenholz í upphafi þessarar aldar, og færði að henni vísindaleg rök. Fahrenholz-reglan gengur út frá hinum mismunandi þróunar- liraða snýkils og hýsils. Snýkiliinn, í þessu tillelli lúsin, lilir alla sína æfi á sama hýsli, sem hann að jafnaði ekki yfirgefur: Fæðing, vöxtur, æxlun og dauði fylgja hjá honum livert öðru eftir, svo að segja alltaf í sama óbreytta umhverfinu, á sarna hátt og óteljandi kynslóðir for- feðra hans og afkomenda. Hugsurn okkur t. d. lús, sem í dag Iieldur til í fiðri á mái’i, eða í feldinum á rel', og setjum okkur um leið fyrir sjónir forföður liennar, sem lifði í upphafi tertiertímabilsins, þ. e. fyrir nálægt 60 miljónum ára, og snýkti einmitt á forföður þessa rnáfs eða refs, þá er auðséð, að lífskilyrðin fyrir allar þessar kynslóð- ir lúsa hafa lítið eða ekkert lnæytzt allt þetta áralanga tímabil. Um- liverfi Iiýsilsins breytist á ýrnsa vegu, það skiptast á hitatímabil og ís- aldir, frumskógar og eyðimerkur, höf og þurrlendi, og hýsiUinn er stöðugt neyddur til að laga sig eftir nýjum kringumstæðum, eða flytja sig langar leiðir. En meðan á þessu stendur, lifir lúsin ósnortin af öllum þessum róttæku breytingum, í hinu skjólgóða fiðri eða feldi Iiýsilsins, og ármiljónir jarðsögunnar liða framhjá áhrifalausar Káttúrufrœöingúrinn, '4.'hefti iPSO • 12

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.