Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1950, Page 47

Náttúrufræðingurinn - 1950, Page 47
NÝSTARARTEGUND 189 lautum í hlíðinni inn og upp a£ Brekku. Hvarvetna óblómgaður. Frú Stefanía Sigurðardóttir á Brekku liafði fundið lyngbúann við túnið fyrir 20 árum og vísaði mér á liann. Var þetta álitin einhver útlend jurt. Nyrst hefur lyngbúinn fundist í Njarðvík við Borgar- fjörð eystra og syðst í Mjóafirði. Villilin (Linum catharticum) og blákolla (Prunella vulgaris) eru algeng í Mjóafirði. BroAdkrækil (Sagina subulata) sá ég í hlíðinni ofan við Fjörð. Hásveifgras (Poa trivialis) vex í Brekkufjöru og víðar. Kúmen (Carum carvi) hefur lengi vaxið í túnum á Skógum og verið flutt þaðan í garða. Talsvert kjarr er í norðurhlíðum Mjóafjarðar og inni í dalnum. Innan um kjarrið er óvenju mikið af reyni. Standa 3—5 m háar reynihríslur sums staðar upjr úr kjarrinu. Stórvaxnastur er skógurinn í gamalli skógræktargirðingu frannni í dalnum. Maðkur olli þar miklum skemmdum fyrir allmörgum árum. En nú er skógurinn að rétta við að nýju, en þarfnast nýrrar girðingar. Geitaskál (Aegopodium poda- graria), eða hvannabróðir eins og það er nefnt í Mjóafirði, vex í görðum á Brekku, Hesteyri og víðar. Til Hesteyrar var það flutt frá Asknesi, en þar var áður norsk hvalveiðistöð. Geitakálið lneiðist út og virðist orðið ílent bæði í Mjóafirði og Fáskrúðsfirði. Blóðkollur (Sanguisorba officinalis) vex í görðum á Brekku og Hesteyri. Sagður fluttur inn frá Noregi. Skriðsóley (Ranunculus repens) vex á sömu stöðum og víðar. — (í greininni „Ösp og rós fundnar við Fáskrúðs- fjörð“ í 4. hefti Náttúrufræðingsins 1948, er getið um einkennilegar röndóttar köngurlær í Fáskrúðsfirði og á Síðu. Sams konar köngur- lær sá ég í klettum ofan við bæinn í Firði.) Þistill (Cirsium arvense f. vulgare) vex í Seyðisfjarðarkaupstað innan um gras og hóffífil. — Hæst á OAdsskarði, (iOO—700 m yfir sjó, athugaði ég gróður um- hverfis klettaborg eina skammt frá veginum. Var þar æði kuldalegt og skaflar sums staðar í lautum. Mest bar á smjörlaufi, stinnastör, fjallapunti, blásveifgrasi, blávingli og vetrarblómi auk grámosa og fléttna. Af 31 tegund alls eru 18 svarðjurtir (H); 11 runn- og þúfu- plöntur (Ch) og 2 jarðjurtir (G). Reykjavík, 21/9. 1950.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.