Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 38
HRAUNRENNSLI VIÐ KRÖFLU Kröfluhraunin hafa verið mjög þunnfljótandi og flest flæmst yfir hraunin sem fyrir voru í þunnum spýjum. Kvikan sem upp hefur komið hefur verið bæði heit og gasrík. Þegar svo háttar til verður lítið uin sprengingar í gosum og kvikan vellur tiltölulega rólega út frá sprungunum. Ef streymi kvikunnar er hratt upp eftir sprungunum standa kvikustrókar upp af sprungunni og hraunið rennur hratt út yfir umhverfið, myndar þunn hraunlög. Rennslið leggst gjarnan í ákveðna farvegi, hraunár, sem flytja hraunið langt brott frá gígunum. Ut frá meginstraumunum greinast smærri lænur og dreifa hrauninu um og fylla upp í lautir og lægðir. Standi rennsli lengi í sömu hraunánni getur yfirborð hennar storknað en rennslið haldið áfram undir þakinu. Það er ekki óalgengt að slíkar hraunár tæmist í lok rennslis og eftir standi holir farvegir. Þannig myndast flest- ir hraunhellar. Ekki hafa fundist neinir hellar í Kröfluhraunum enda hafa gosin öll staðið tiltölulega stutt og hraunin eru þunn. Myndin að ofan er tekin úr lofti lágt yfir gosstöðvunum um kl. 12U að nóttu hinn 19. okt 1980. Gosið hafði þá staðið í rúmar 3 klukkustundir. Lágskýjað var og jörð hulin snjó og ekki önnur birta en bjarminn frá kvikunni og endurkast hans. Á myndinni má sjá hvernig rennslið leggst í meginlænur og minni ála, hvernig yfirborð ánna er byrjað að storkna og hvernig það brotnar upp þar sem þær renna fram af stöllum í landinu og opnast svo í hvítglóandi totum úti við jaðarinn. Kvikustrókarnir á sprungunni í bakgrunninum eru lágir en mynda nær samhangandi eldvegg. Upp af honum stíga gufur og gös, en í forgrunni má á einum stað sjá gufumökk stíga upp af bráðnandi snjónum sem hraunið rennur yfir. Annars bráðnar snjórinn furðu lítið undan hrauninu. Þar sem litlu toturnar opnast úti við jaðarinn og rennslið er hægt, mældist hitastig hraunsins um 1050°C, en það mun vera um 100° lægra en hitastig kvikunnar þar sem hún brýst upp úr yfirborðinu. Ljósm. Páll Imsland. Páll Imsland Náttúrufræöingurinn 59 (2), bls. 92, 1989. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.