Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 43
gígum Hawaii sem eru frekar á sprungusveimunum (2. mynd) eins og fyrr segir. Dyngjum íslands má skipta í tvo hópa. I öðrum hópnum eru dyngjur á Reykjanes-Langjökulsrekbeltinu. Þær eru úr grófkornóttu og frumstæðu óli- vínþóleiíti, ríku af MgO en snauðu af alkalímálmum (K20 og NazO) (Sveinn P. Jakobsson o.fl. 1978). Þar eru gígar almennt litlar eldborgir byggðar úr þunnum kleprum með þó nokkurri skál (Skálafell, Skjaldbreiður, Lamba- hraun). Sumir gíganna hafa fyllst í lok gossins svo að aðeins stakir lágir gíg- rimar standa nú upp úr hrauntjörninni (Selvogsheiði). í nokkrum þessara dyngja (Heiðin há og Lambahraun) er gjá meðfram innanverðum gígbörm- unum sem umlykur storknaða hraun- tjörnina. Þessi gjá myndaðist líklega þegar kvikan í tjörninni skrapp saman við storknun eða seig niður í aðfærslu- æðina. í þessum dyngjum hafa ekki fundist fallgígar. í hinum hópnum eru dyngjur Norð- urlandsrekbeltisins. Gígar þessara dyngja eru oft stærri um sig og aðgreinanlegri auk þess sem þeir virð- ast gerðir úr grófari kleprum en í dyngjunum sunnanlands. I sumum þeirra eru fallgígar. Berggerð og efna- samsetning sem m.a. hefur verið könnuð af höfundi og Sigurði Stein- þórssyni benda til þess að dyngjur Norðurlandsrekbeltisins séu úr eitt- hvað þróaðra bergi en sambærilegar dyngjur Reykjanes-Langjökulsrek- beltisins (Kristján Geirsson 1987). Svo virðist sem kvika dvelji í skorp- unni undir Norðurlandsrekbeltinu, þróist þar og hvarfist við skorpuna áð- ur en hún brýst upp á yfirborð og myndar dyngju. Hugsanlegt er að ná- lægð við möttulstrókinn undir vestan- verðum Vatnajökli (Guðmundur E. Sigvaldason og Sigurður Steinþórsson 1974) hafi áhrif á samsctningu kvik- unnar (hún er til að mynda tiltölulega K20-rík). Fallgígar virðast vera nokkuð al- gengir á þessu svæði (Ólafur Jónsson 1945, rannsókn höfundar). Ólafur lýs- ir „jarðföllum'1 í flestum dyngjum Ódáðahrauns. Af lýsingum hans, teikningum og ljósmyndum virðist einsætt að hann á þar við fallgíga eins og þá sem er að finna á Hawaii. Víða eru fallgígarnir í næsta nágrenni við gíginn eins og í Taglabungu (4. mynd), Kerlingardyngju, Fjárhóla- dyngju, Svörtudyngju og Þeistareykja- bungu (Ólafur Jónsson 1945). Ekki er ósennilegt að þessir fallgígar hafi myndast þegar þak hraunrása hrundi enda raða þeir sér oft í línu út frá gígnum (4. mynd). 1 öðrum dyngjum eru fallgígarnir inni í aðalgígnum s.s. í Kollóttudyngju (5. mynd). Aðalgígurinn er úr frekar grófum kleprum og hnullungum en botn hans er sléttur, storknuð hraun- tjörn (5. mynd). Um þriggja metra djúp hringgjá er í kringum storknaða hrauntjörnina. Inni í gígnum eru tveir fallgígar, sá stærri 150 m í þvermál og 60-70 m djúpur (Ólafur Jónsson 1945). Minni gígurinn gengur norður úr hinum en er aðeins nokkurra metra djúpur. Þegar greinarhöfundur kom fyrst upp á koll dyngjunnar var svarta þoka og snjóföl svo ekki sást í fallgíg- ana fyrr en að þeim var komið. Vegg- ir beggja eru lóðrétt hamrabelti en skriður hylja neðri hluta stærri gígsins. Öll ummerki við fallgígana benda til þess að þeir hafi myndast á sama hátt og fallgígar Hawaii. Leiða má að því rök hvernig fallgíg- urinn í Kollóttudyngju myndaðist. Suðaustan til í dyngjunni er þriggja krn löng röð skástígra gjáa, allt að 30 m breiðra, sem liggur frá Bræðrafelli skáhallt yfir dyngjuna. í sumum þess- 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.