Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 56

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 56
að nýju ljósi á flestar þeirra tegunda, sem ekki hafði tekist að nafngreina, þegar prófritgerðin var samin. Prófritgerðin stendur þó fyrir sínu og er hið merkasta heimildarit um íslenska þörungasveppi. THE MUCORALES OF ICELAND, WITH NOTES ON SOME ASCOMYTES. Laube, E.V. A dissertation submitted in partial fulfillment of the requirements for the degree of Doctor of Philosophy in the Department of Botany in the Graduate School of Arts and Sciences of Duke University. 1971. (Department of Botany, Duke University, Durham, U.S.A.). Ritgerð Elzie Vandalia Laube (sem ekki er kona, þrátt fyrir nafnið) fjallar um myglusveppi af ættbálkinum Mucorales (hnoðmyglu), sem einnig tilheyrir þör- ungasveppum, en þessir sveppir lifa sjald- an í vatni, heldur í jarðvegi, rotnandi jurtaleifum og skít. Verkið er þannig til komið, að Johnson og félagar söfnuðu sýnum af slíku undir- lagi hér og hvar um landið, og fékk Laube það verkefni að rækta upp sveppi af þeim, lýsa þeim og nafngreina þá. Fór sú vinna fram í rannsóknastofu Duke-háskólans. Einnig safnaði höfundurinn allmörgum sýnum á hringferð um landið sumarið 1967. Eins og að líkum lætur, er þessi dokt- orsritgerð svipuð hinni fyrri að uppbygg- ingu og öllu skipulagi, enda líka unnin undir handleiðslu Johnsons, við sama há- skóla. Hún er 265 blaðsíður með myndum og rituðu máli. Lýst er 52 tegundum hnoðasveppa, þar af sex áður óþekktum og mörgum nýjum afbrigðum eða form- um. í viðbæti er greint frá 47 tegundum eskisveppa en þar af eru 37 greindir til tegundar. Um er að ræða eskisveppi sem ræktuðust með hnoðasveppunum af sama undirlagi, og var því eðlilegt að taka með í ritgerðina. Um íslenska hnoðasveppi (Mucorales) var nánast ekkert vitað áður en Elzie Lau- be byrjaði rannsóknir sínar, og því eru all- ar 52 tegundirnar áður óþekktar hér á landi og svo er einnig um marga af eski- sveppunum. Ritgerðin virðist vandlega unnin, lýsingarnar býsna nákvæmar og teikningar vel gerðar. Einnig eru fundar- staðir skráðir skilmerkilega. Mér vitanlega hefur enn ekkert birst á prenti um niðurstöður þessarar rannsókn- ar E. Laube, og er það stórmikill bagi fyr- ir íslenska sveppafræði og vísindin al- mennt, m.a. vegna hinna nýju og áður óþekktu tegunda, sem að sjálfsögðu fá ekki viðurkenningu fyrr en nöfn þeirra og frumlýsingar hafa verið löglega birtar. Afrit beggja þessara umræddu prófrit- gerða eru geymd í Náttúrufræðistofnunum í Reykjavík og á Akureyri. ARKTISKE OG SUBARKTISKE MYXOMYCETER MEÐ SÆRLIG HENBLIK PÁ ISLAND OG GRÖNLAND Götzsche, H.F. Köbenhavns Universitet. Institut for Sporeplanter. 1987 (148 bls.). Prófritgerð þessi er niðurstaða víðtækr- ar söfnunar og rannsókna, sem höfundur framkvæmdi á árunum 1981-1986 á slím- sveppum íslands og Grænlands. Þegar hann hóf að safna slímsveppum hér á landi sumarið 1981, voru aðeins þekktar um 10 tegundir þessa flokks, en eftir það sumar voru þær orðnar um 30, eins og fram kemur í grein sama höfundar í Acta botanica islandica, 7. árg. 1984. Sumarið 1984 kom hann aftur hingað og fór þá umhverfis landið og safnaði miklum fjölda slímsveppasýna, og sýna af ýmsu undirlagi til að rækta upp. Má segja að sú ræktun hafi tekist með ágætum, því að um 40% allra sýna sem nefnd eru í ritgerðinni eru fengin með þeirri aðferð. I ritgerðinni er lýst um 50 tegundum slímsveppa, sem hér hafa fundist, og auk þess allnokkrum frá Grænlandi, sem enn eru ófundnir hér. Lýsingar allar eru mjög ítarlegar og styrktar með teikningum og Ijósmyndum. Par sem ritgerðin er skrifuð á dönsku, verður hún líklega aldrei birt í heild, en 110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.