Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 70

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 70
fræfill; skiptist í 6. mynd. Blómið er stöngull með nokkrum krönsum blaða, oí'tast fjórum. Utar eru gjarnan tveir hringir ófrjórra blaða seni saman kallast blómhlíf. Yst eru bikarblöð, oft græn. Innan við þau koma krónublöð, oft stór og skærlituð. Innan við blómhlífina sitja æxlunarfærin í tveimur hringjum og er litið svo á að bæði karl- og kvenkyns æxlunar- færin sitji á, eða í, ummynduðum blöðum. Hver fræfill er eitt smágróblað og skiplist í frjóþráð og frjóhnapp sem er smágróhirsla. Frævan er stórgróblað og skiptist í fræni, stíl og eggleg sem geymir eggbúin en þau samsvara nokkurn veginn stórgróhirslu. Æxlun og frœþroski hjá blómplöntum Frævan, kvenhluti blómsins, er oftast flöskulaga og má skipta henni í þrjá hluta: fræni (sem er efsti hlutinn og „lendingarpallur“ frjókornsins), stíl og eggleg sem er neðst (6. mynd). I egg- leginu eru eggbúin. I hverju eggbúi er ein fruma sem skiptir sér með rýri- skiptingu eins og áður er sagt. Ein af þeim fjórum frumum sem til verða við þá skiptingu kallast stórgró. Eftir nokkrar skiptingar í stórgróinu verður til fullþroskaður kvenkynliður sem telur átta kjarna í sjö frumum. Af þess- um sjö frumum kvenkynliðsins verður ein að eggfrumu. Hjá blómplöntum myndast seinna fræhvíta úr tvíkjarna frumunni en hinar fimm deyja að lok- um án þess að koma frekar við sögu. Eftir að frjókornið hefur spírað á fræninu vex örmjó frjópípa niður stíl frænisins og í átt að eggfrumunni. Fremst í henni er frjópípukjarninn en aftar sáðkjarnarnir tveir. Ólíkt berfræv- ingum verður frjópípan því að vaxa gegnum vef móðurplöntunnar áður en frjóvgun verður. Móðurplantan getur hindrað vöxt sumra frjókorna og úti- lokað þau frá því að „feðra“ sín af- kvæmi. Þetta val lýtur erfðafræðilegri stjórn þannig að vöxtur frjókorns sem er af sömu arfgerð og móðurplantan sjálf er ekki leyfður. Hjá nokkrum hópum blómplantna er það þó arfgerð föðurplöntunnar sem ræður, ekki að- eins arfgerð frjókornsins. Þegar frjópípan kemur niður í egg- legið vex hún í átt að einhverju eggbúi og inn í það. I eggbúinu verður tvöföld frjóvgun, sem ekki er þekkt hjá öðrum lífverum en blómplöntum og hugsan- lega einni ættkvísl berfrævinga. Annar frjópípukjarninn rennur saman við egg- frumuna og myndar tvílitna okfrumu sem verður svo að plöntufóstrinu eða kíminu. Hinn rennur saman við tví- 64
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.