Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 94

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 94
tvær skýrslurnar voru gefnar út í ljölritum frá Náttúrufræðistofnun Islands en síðan 1981 hafa þær birst í tímaritinu Blika. í þessum greinallokki um llækingsfugla á íslandi hafa þau tilvik sem getið er í árs- skýrslunum í Blika yfirleitt ekki verið tekin með. Þar sem þau eru tiltölulega fá í þessu tilfelli verða þau endurtekin hér lesendum til glöggvunar. Tilvikunum er raðað í tímaröð og eftir- farandi upplýsingar gefnar: fundarstaður, fjöldi fugla, ef um fleiri en einn er að ræða, og dagsetning (eða tímabil). Ef kyn og aldur er þekkt er þess getið innan sviga á eftir dagsetningu ásamt upplýsingum um varðveislustað ef fugli hefur verið safnað, en aðeins í einu tilviki er slíkur fugl varðveittur annars staðar en á Náttúrufræðistofnun Islands. Hamir í safni Náttúrufræðistofnunar eru auð- kenndir með skráningarnúmeri (RM- númeri). Finnandi er tilgreindur nema viðkomandi tilviks hafi áður verið getið á prenti. Annars er aðeins getið fyrri heimildar. Að lokum fylgja frekari upp- lýsingar ef ástæða þykir til. Aldur er táknaður með ad (fullorðinn) eða imm (ungfugl). ÖIl frumgögn eru varðveitt á Náttúrufræðistofnun íslands. Eins og fyrr getur er helmingur tegund- anna sem hér er fjallað um af amerískum uppruna. Robbins (1980) mat tölfræðilegar líkur á því að amerískar spörfuglategundir bærust austur yfir Atlantshaf. Við þá út- reikninga tók hann tillit til ýmissa þátta, eins og hefðbundinnar farstefnu að hausti, lengdar farflugs, líkamsþyngdar og hversu margir fuglar höfðu sést á ákveðnum strandstöðvum á Brellandseyjum. Þannig reiknaði hann út líkindastuðul fyrir all- margar tegundir. Hann skipti þeim í tvo flokka, annars vegar tegundir sem sáust á Bretlandseyjum á tímabilinu 1947-76 og hins vegar tegundir líklegar til að hrekjast austur yfir Atlantshaf. Einhverjar þeirra höfðu reyndar þá þegar sést í Evrópu. TEGUNDATAL Tittlingaœtt (Emberizidae) Ekki eru allir á eitt sáttir um það hvernig þessi ætt skuli mörkuð og ýmsar skoðanir hafa komið fram. Tánar hafa t.d. ýmist verið taldir til tittlingaættar eða sérstakrar ættar, tánaættar (Thraupidae). Allar nýjustu heimildir telja þá til tittlingaættar (Sibley og Monroe 1990, Clements 1991, Howard og Moore 1991). Hins vegar virðast ntenn ekki eins sammála um ýmislegt annað. Má þar t.d. nefna hvort finkur og tittlingar heyri til einnar og sömu ættar eða ekki, en þess má geta að tittlingar eru af amerískum upp- runa en finkur hins vegar taldar eiga upp- runa að rekja til gamla heimsins. Sibley og Monroe (1990) kynntu mjög byltingarkenndar niðurstöður sem byggðar voru á rannsóknum á prótínum fuglanna. Meðal annars sameinuðu þeir marga teg- undahópa í eina stóra finkuætt (Fring- illidae) með alls 993 tegundum. Auk finkna eru þar tittlingar, tánar og krakar, sem fjallað er um í þessari grein, skríkjur (Parulidae) og fleiri tegundahópar. Ætt- inni skipta þeir í þrjár undirættir, Peucedraminae (ein teg.), Fringillinae (169 teg.) og Emberizinae (823 teg.). Þeirri síðasttöldu er síðan skipt í fimm deildiren þæreru Emberizini (tittlingar, 156 teg.), Parulini (skríkjur, 115 teg.), Thraupini (tánar, 413 teg.), Cardinalini (kardinálar, 42 teg.) og lcterini (krakar, 97 teg.). Howard og Moore (1991) sætta sig ekki við ofangreinda tillögu. Þeir halda titt- lingunum í eigin ætt (Emberizidae) með 584 tegundum og fimm undirættum. Tvær þeirra, Catamblyrhynchinae og Tersin- inae, hafa aðeins eina tegund hvor en Emberizinae (tittlingar) 286 tegundir, Thraupinae (tánar) 249 og Cardinalinae (kardinálar) 47 tegundir. Skríkjum halda þeir áfram í sérstakri ætt (Parulidae) með 125 tegundum, einnig tánum (Icteridae) með 96 tegundum. 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.