Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.06.2009, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 26.06.2009, Qupperneq 19
FÖSTUDAGUR 26. júní 2009 19 Bandaríski seðlabankinn er sakaður um að hafa setið á upplýsingum um bága fjárhagsstöðu banda- ríska fjárfestingarbankans Merrill Lynch þegar samþykkt var að selja hann í miklum hremmingum á fjármálamörkuðum til Bank of America í sept- ember á síðasta ári. Bankastjórn seðlabankans er sömuleiðis sökuð um að hafa ekki upplýst fjármálaeftirlitið um gang og stöðu mála. Bandaríska dagblaðið Washington Post segir að þegar viðskiptin voru við það að ganga í gegn í fyrrahaust hafi taprekstur Merrill Lynch komið bankastjórn Bank of America á óvart. Þá segist blaðið hafa heimildir fyrir því að Kenneth Lewis, forstjóri Bank of America, hafi viljað rifta samn- ingum en Ben Bernanke og Henry Paulson, þáver- andi fjármálaráðherra, þrýst á að þau gengju í gegn, jafnvel hótað því að Lewis yrði sparkað. Sömu helgi og viðskiptin voru samþykkt neit- uðu stjórnvöld vestanhafs að styðja við bakið á fjárfestingarbankanum Lehman Brothers. Hann varð gjaldþrota og dró fjármálakerfi heimsins með sér í fallinu, þar á meðal hér. Bank of America fékk gríðarháa meðgjöf með bankakaupunum en varð að leita í neyðarsjóði hins opinbera þegar eitureignir og taprekstur Merrill Lynch tóku að smita út frá sér á undir lok síðasta árs. Bernanke var kallaður fyrir þingnefnd neðri deildar bandaríska þingsins vegna málsins í gær. Hann sagðist hafa unnið að sameiningu bankanna af heilindum og þverneitaði að hafa beitt þrýstingi í málinu. Henry Paulson, þáverandi fjármálaráðherra, sem stýrði bankasamrunanum í fyrravetur, hefur verið boðaður fyrir þingnefndina í næstu viku. - jab BANKASTJÓRINN Kenneth Lewis, bankastjóri Bank of America, lýsti sinni hlið málsins er varða kaupin á Merrill Lynch fyrir eftirlitsnefndinni fyrr í mánuðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Seðlabanki sakaður um að þvinga banka saman Hagkerfi Simbabve hefur snúið aftur úr táradal síðustu ára. Dreg- ið hefur hratt úr atvinnuleysi, sem mældist 94 prósent í febrúar, og framleiðni hefur tvöfaldast. Þá hafa stjórnvöld náð taki á verð- bólgudraugnum og er stefnt að því að snúa hann niður. Þetta segir Elton Mangoma, viðskiptaráðherra Simbabve. Efnahagsbatinn hvílir á dollara- væðingu hagkerfisins en vonast er til að í kjölfarið muni erlendir fjár- festar streyma til landsins. Mangoma segir nýja ríkisstjórn landsins sem tók við í febrúar hafa lyft grettistaki. Atvinnuþátttaka sé nú fimmtán prósent og megi reikna með að allt að þrjátíu pró- senta markinu verði náð innan skamms. Efnahagslíf Simbabve hefur verið í molum um árabil og verð- bólga staðið í 200 milljón prósent- um. Reiknað er með allt að fimm prósenta hagvexti á þessu ári, að sögn Mangoma. - jab Efnahagsbati í Simbabve NÝ STJÓRN TEKUR VIÐ Efnahagslíf Simb- abve hefur tekið stórstígum framförum síðan samsteypustjórn Morgans Tsvang- irai og Roberts Mugabe tók við í febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Trygg›u vi›num bestu fáanlegu vörn. Á Íslandi er allra ve›ra von. bestu fáanlegu vörn. Á Íslandi er allra ve›ra von.Trygg›u vi›num vörn. Á Íslandi er allra ve›ra von. Trygg›u vi›num bestu fáanlegu allra ve›ra von. Trygg›u vi›num best gu vörn. Á Ís landi er a l l ra Trygg›u vi›num bestu fáanlegu vörn. Á Íslandi er allra ve›ra von. bestu fáanlegu vörn. Á Íslandi er allra ve›ra von.Trygg›u vi›num vörn. Á Íslandi er allra ve›ra von. Trygg›u vi›num bestu fáanlegu Notaðu sumarið til að verja viðinn! Verið viðbúin vetrarhörkum Viðarvörn nr. 1 á Íslandi Þeir sem til þekkja nota Kjörvara á allt tréverk utanhúss. Reynslan hefur sýnt að Kjörvari er viðarvörn sem er gædd einstökum eiginleikum fyrir íslenskt veðurfar. Kjörvari - fyrir íslenskar aðstæður Útsölustaðir Málningar: BYKO Kópavogi • BYKO Granda • Litaver Grensásvegi • BYKO Kauptúni • BYKO Akranesi • Axel Þórarinsson málarameistari, Borgarnesi • Snæþvottur, Grundarfirði • Litabúðin Ólafsvík • Núpur, byggingavöruverslun, Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • BYKO Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfirði BYKO Reyðarfirði • Verslunin Vík, Neskaupstað • BYKO Selfossi • Miðstöðin, Vestmannaeyjum • BYKO Keflavík • Öxull, Grindavík Meðaltekjur karla eru 6,2 pró- sentum lægri fyrstu fjóra mánuði þessa árs en á sama tímabil fyrir ári. Meðaltekjur kvenna hafa hins vegar hækkað um 8,2 prósent á þessu tímabili. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Einnig kemur fram að skýring- una á auknum jöfnuði í meðaltekj- um kynjanna megi að hluta rekja til minna vinnuframlags. Mismun- andi útkoma kynjanna gæti einn- ig stafað af því að hærri laun hafa lækkað hlutfallslega mest og fyrri kannanir hafa leitt í ljós að launa- munur er enn körlum í hag. - bþa Launabilið dregst saman Á17. JÚNÍ Hagsjá Landsbankans segir að aukinn jöfnuð í tekjum kynja megi rekja til minnkandi vinnuframlags. FRÉTTABLIÐIÐ/DANÍEL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.