Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1951, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.07.1951, Blaðsíða 16
Sitkagreni vio Laufásveg 67 í Reykjavík, hœð 5 m. Ilmreynigöng við Egilsgötu 22 í Reykjavík. er líklegt, að kaupmaður þessi hafi ræktað fleiri trjátegundir. Reynirækt hefur og byrjað snemrna á Akureyri og víðar við Eyjafjörð. Árið 1814 er t. d. getið um fullvaxta reynitré á Akur- eyri, og bendir því allt til jress, að slíkt tré hafi verið gróðursett fyrir aldamót- in 1800. Rúmlega tveimur áratugum síðar eru svo gróðursett hin víðkunnu reynitré í Fornhaga og Skriðu í Hörg- árdal. Um miðja öldina voru gróður- sett tvö reynitré við stafninn á kirkj- unni í Laufási, og eru þau enn lifandi. Nálægt miðbiki 19. aldar og fram yfir 1880 liggja tilraunir að mestu niðri, en úr því fer áhugi manna að vakna fyrir þeim. Erlendar tegundir eru fluttar inn og gróðursettar ásamt ilm- reyni og birki. Elztu trén, sem nú eru á Akureyri og í Reykjavík, eru ein- mitt frá árunum 1885—1895. Trúin á nýjar, aðfluttar tegundir tók nú að glæðast, enda jrrifust ýmsar þeirra hér dável. Áhugamennirnir lögðu hönd á plóginn. Gróðrarstöð er komið á fót í Reykjavík 1899 og gróðursettar Jrar trjáplöntur, og trjáfræi sáð sama árið. Árið eftir tekur trjáræktarstöðin á Ak- ureyri til starfa og fjórum árum síðar Ræktunarfélag Norðurlands (Gróðrar- stöðin). Ennfremur má nefna Jrrjá til- raunareiti, er afgirtir voru á Jressu ára- bili eða 1899—1903, Jrað eru: Grundar- reiturinn í Eyjafirði, Þingvallareitur- inn og Rauðavatnsreiturinn í Mos- fellshreppi. í reiti Jsessa voru gróðui- settar erlendar trjáplöntur svo þús- undum skipti. Um svipað leyti, eða 1903—1905, voru uppeldisstöðvarnar á Hallormsstað, á Fljótsdalshéraði og á Vöglum í Fnjóskadal settar á fót. Af yngri stöðvum má nefna: Fossvogsstöð- ina í Reykjavík og gróðrarstöðina í Múlakoti í Fljótshlíð. Loks má geta Jjess, að verið er að setja nýja uppeldis- stöð á laggirnar á Tumastöðum í Fljótshlíð. Það er Jrví óhætt að segja, að aldamótin síðustu marki ghjgg tímamót í sögu íslenzkrar trjáræktar. Þeir, sem æskja eftir trjáplöntum til gróðursetningar, geta fengið þær frá

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.