Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1951, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.07.1951, Blaðsíða 21
af stað til kirkju, að þytur fór um bæ- inn. Hestarnir, sem rnókt höfðu söðf- aðir í tröðunum, sperrtu eyrun, og hundur gelti fyrir ofan garð. Hávær kliður af máli heimakvenna barst út úr baðstofunni. Svo kvað við upp- hrópun, kallað var á telpuna, og litlu síðar kom sjálf búrkonan þjótandi út með Itana í eftirdragi og skipaði henni að segja sér hvar blórnið væri. Að þeirri vitneskju fenginni hljóp hún upp í bæjarsund, sleit annan hnapp- inn af rósinni og þaut inn, þar sem hún veifaði blóminu sigri hrósandi, móð og másandi, unz lnin gat stunið upp orði: — Þetta bjargar okkur, sagði lnin, þetta bjargar okkur. Móðirin, slegin felmtri, varð sýni- lega rórri, og brúðurin þurrkaði svit- ann af eldrauðum kinnum sér. Tvær gamlar konur með kvíða í augum sátu úti í horni og kinkuðu kolli. Enginn sagði orð, því allir biðu þess að búr- konan hæfi mál sitt, og þegar liún hafði kastað mæðinni ögn, lét hún dæluna ganga: — Ég get bara ekki fyrirgefið mér að athuga þetta ekki fyrr. Það get ég svarið og sárt við lagt, að slíkt hefur aldrei hent mig. Svei mér ef ég var ekki grunlaus um að koffrið væri of stórt, og kornið að mér dytti í hug að máta það urn leið og ég rnátaði kyrtil- inn. En blómið bjargar okkur. Og þá er þetta orðið eins og brúðkaup í Reykjavík, því eins og ég sagði ykkur, bera nú allar heldri manna dætur í Reykjavík blórn í hári við brúðkaup sitt, og hreinfega hefði ég sokkið í jörð af smán, hefðir þú, dóttir minnar vinu, sezt á lægri skör en skyldi fyrir van- rækslu mína. Þegar þú ert komin í kirkju, læt ég þessa rós í hárið þitt, og síðan er önnur til þegar heim kemur. Og það hefur mér sagt ein tigin kona í Reykjavík, að í Danmörku sé haft að orðtaki: Blómlaust brúðkaup, barn- laust hjónaband. Og ekki sæti það á mér, vesölum þjóni Guðs og manna að efast um það, sem danskurinn segir. Miklu skýi og dökku var nú svipt í burtu, og þegar búrkonan lagði rós- ina að ljósu hári brúðarinnar, and- vörpuðu konurnar allar af lnifningu. En úti í horni sat lítil stúlka og beið þess, að heimilisfólkið héldi til kirkju. Henni fannst hún hafa unnið rnikinn sigur. Hún hafði hlotið viðurkenn- Starfsfólk í Bifröst á aðalfundi S. í. S. Eftir síðustu, máltíðina að Bifröst var þessi mynd tekin af starfsfólkinu þar og tveim starfsmönnum SIS, Baldvin Þ. Kristjánssyni, sem er framkvœmdas tjóri Bifrastar (t. h.), og Hermanni Þorsteinssyni (t. v.). Fimmta frá hcegri í fremri röð er Jensína Halldórsdóttir, forstöðukona. ingu þeirra, sem voru henni einskis- virði, en í kjölfar þeirrar ósjálfráðu viðurkenningar mundi kannske fara lof þess manns, sem einn var dómbær. Þegar presturinn sæi blómið í hári brúðarinnar mundi hann þekkja rós- ina sína, og vita liver hefði ræktað hana. Það var henni svo mikils virði, að hún gat vel unnt heimasætunni þess að bera svo fagurt blóm í kirkju, en þegar heim kærni og hún mundi vilja skreyta sig fyrir veizluna, þá... þá yrði kannske ekkert blórn. Og það stóð heima; þegar kirkju- fólkið kom að áliðnu nóni og grípa skyldi til blómsins fagra í bæjarsund- inu, þá var þar ekkert blónr. En inni á eldhúsgólfi lá blómsturpottur á hlið- inni og mold á víð og dreif og sundur- tætt blöð. Hvernig liafði þetta viljað til? Jú, stúlkan gaf skýringu á því. Upp úr nóni fór hann að gola, og hún hafði bjargað rósinni undan veðrinu og far- ið með hana inn á eldhúsborð. Litlu seinna heyrði hún þrusk í eldhúsinu, og þegar hún gætti að, var kötturinn búinn að velta pottinum um koll og farinn að éta blómið. Hvílíkt ólán. Nú varð brúðurin að vera blómlaus. — Það var leiðinlegt, sagði veizlu- fólkið, brúðurin var svo yndisleg með blórnið í hárinu. Við hÖfum hreint ekki séð annað eins. Já, og livort það átti nú ekki við prestinn okkar, bless- aðann. — Jæja, sagði húsfreyjan við telp- una, þér fer þá vonandi að batna, tetrið, þegar þú ert laus við þennan lijáguð þinn. En yfir andlit þessa litla barns, sem átt hafði í strangri baráttu og virtist hafa beðið ósigur, færðist dulrátt bros um leið og það skotraði augum til búrhillunnar, þar sem rósagræðlingur stóð í vatnsglasi. ~J\onurnar ocj J^amvinnan: Fínn ejtirréttur. 2 /2 dl. hrísgrjón eru soðin í vatni, þar til þau eru meyr. Vatninu hellt burt. Saman við hrísgrjónin er blandað 2 dl. af þeyttum rjóma. Þrjár eggjarauður hrærðar saman við, einnig 3 msk. sykur og rifinn börkur af tveim sítrónum. Eggja- hvíturnar þrjár eru þeyttar með 8 msk. af sykri. Þegar þetta er orðið þykkt (marengs), er sítrónusafa blandað saman við eftir smekk hvers og eins. Hrísgrjónin eru sett í eld- fasta skál, eggjahvíturnar settar-þar ofan á, og síðan er skálin látin inn í volgan ofn og látin vera þar, þar til eggjahvíturnar eru ljósbrúnar. Þetta má bera fram bæði heitt og kalt. 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.