Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1951, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.07.1951, Blaðsíða 24
J<o Sa onurnar ocj_jamvinnan: Grænmeti að húsabaki Nú er einmitt tími grænmetisins, og þeir, sem settu litlu frækornin niður í moldina strax og snjóa leysti í vor, geta nú þegar gætt sér á nokkrunt teg- undum glænýs grænmetis. Lítið horn að liúsabaki getur orðið andlegur og líkantlegur orkugjafi, ef rétt er á hald- ið. Það þarf hvorki stórt landrými né mikla fyrirhöfn til þess að eignast garð, sem getur gefið í aðra hönd nýtt grænmeti frá miðjum júní og fram á haust. Hér er þá að sjálfsögðu aðeins átt við fáar tegundir og auðræktaðar eins og t. d. salat, spínat og hreðkur. En ef nóg er til, þótt ekki sé nema af þessum þrem tegundum, allt sumarið, bætir það sannarlega fæði okkar, gerir það í senn vítamínauðugra og ljúf- fengara. Þótt garðholan væri ekki stærri en einn fermetri, væri hægt að rækta þessar tegundir og hafa nóg af þeim, með því móti að sá oftar en einu sinni. Þeir, sem alls engan að- gang hafa að nokkru landi, gætu meira að segja ræktað ögn af þessum tegund- um í kassa að húsabaki. Allt er betra en ekkert, og grænmetisneyzlan verð- ur ekki almenn nema sem allra flest heimili eigi einhvern blett, þar sem húsráðendur geta sjálfir ræktað græn- rneti handa sér og sínum. Auðvelt og ánœgjulegt starf. Við skulum hugsa okkur, að við eig- um svolítinn blett að húsabaki og ætl- um að rækta nokkrar algengar og fljót- vaxnar tegundir. Þegar frost er komið úr jörðu, stingum við upp, rótum moklinni vel til og myljum stærstu kögglana. Við setjum áburð í garð- inn, og blöndum honum vel saman við moldina og búum til fallegt beð. Síðan stráum við fræi, sem kostar fáar krónur, ofan í moldina og bíðum átekta. Áður en langt líður munu lítil græn blöð teygja sig upp úr moldinni. Við fylgjumst með þeim daglega, sjáum þau stækka og vaxa, gefum þeim að drekka, þegar þau þyrstir, hlúum að stilkunum, þegar vindurinn hefir feykt moldinni burt, svo að þeir standa hálfnaktir eftir, og tínurn burt allt illgresi og aukagróður, sem rænir ungviðið næringu. Ræktunarstörf veita ótrúlega á- nægju, og á miðju sumri er liægt að fara að byrja að gæða sér á hinum heilnæma gróðri. Salat, spinat og hreðkur. Þessar þrjár tegundir eru mjög auð- ræktaðar og fljótvaxnar. Það er þess vegna hægt að sá til þeirra aftur og aftur og hafa nóg af þeim yfir allt sumarið. í raun réttri er það betra, heldur en að sá miklu í einu og að- eins einu sinni, vegna þess að þær vilja vaxa úr sér og eru þá hvorki góð- ar né ánægjulegar viðfangs. Salat saman við vel hrært skyr er ágætur réttur á kvöldverðarborðið, en raunar má borða það hvenær sem er og með hverju sem er. Sama er að segja um spínatið, en það er e. t. v. allra bezt eins og það kemur fyrir og aðeins með örlitlu af sykri stráð yfir blöðin. Spínat í jafningi er einnig mjög gott og ljúf- fengt með ýmsuin mat. Saxað spínat saman við súrmjólk eða rjóma er einnig rnjög gott. Spínatið er mjög auðugt af vítamínum og einnig járni, svo að það ætti aldrei að vanta á borð- ið þá ntánuði, sem við getum ræktað það. Hreðkurnar eru mjög til bragðbæt- is og eiga sérstaklega vel við ost og allt sent gert er úr osti. Það er t. d. víða notað sent eftirréttur á eftir góðri máltíð, að bera fram hrökkbrauð eða kex, sntjör og eina eða tvær teg*tdir af osti ásanit nokkrunr hreðkum, sem er raðað fallega í-kring unt brauðið eða á öðrunt enda fatsins. Þá eru hreðk- urnar og jnjög skemmtilegar til skrauts með hvaða grænmetisrétti sem er. Finrir fingur geta gert hin fegurstu „blóm“ úr hreðkum, og sýnir myndin, hvernig farið er að því. Fyrst er skorið framan af hreðkunni og öll rótarhár tekin burtu (einnig ntest af grænu blöðunum). Síðan eru skornar fjórar sneiðar á öllum hliðum hreðkunnar, með jöfnu bili á milli, og að lokunt er skorið upp í hreðkuna við hvern hinna hvítu bletta, en ekki dýpra en það, að þessi „blöð“ ltanga við, og er þá til orðið hið snotrasta „blóm“, sem óneitanlega er nokkuð óvenjulegt skraut, því að það má borða nteð nteð réttunum. Graslaukur og grœnkál. Við höfunt hér að framan minnzt lítillega á hinar algengustu og fljót- ræktuðustu grænmetistegundir, sent mjög er auðvelt að fást við, jafnvel þótt garðholan sé lítil og skilyrðin ekki alltof góð. En ekki getum við lokið þessunt þönkum um grænntetið, án þess að minnast lítillega á grænkál- ið og graslaukinn, sem allar húsfryej- ur ættu að kappkosta að hafa í görð- unt sínum. Graslaukurinn er Ijúffengur nteð fiski, santan við sósur og brætt sntjör, skennntilegur til skrauts á fiskfati, þar sent honunt er stráð yfir fiskinn (fínt söxuðum) og til margs fleira er ltann góður. T. d. ntá nefna skyrostinn, sem í rauninni er ekkert annað en vel hrært skyr nteð svolitlu salti og rjónta, og síðan blandað saman við söxuðunr graslauk eða kúmeni. Þetta er ágætt álegg og ódýrt, sem liægt er að laga heima eftir hendinni. Þá er graslauk- 24

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.