Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Síða 72

Andvari - 01.01.1987, Síða 72
70 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI upprunalega samið á erlendu máli og á framandi forsendum.“32 Einnig má benda á hversu hallur Nida er undir ,,áhrifa-jafngildi“, en samkvæmt því stefnir þýðandi að „algjörlega eðlilegri framsetningu og reynir að setja viðtakandann í samband við hegðanamynstur sem ríkjandi eru í hans eigin menningarsamfélagi . . .“33 Hættan við þetta sjónarmið er sú að öll áherslan sé lögð á hvernig gera megi textann eðlilegan á nýja málinu (hefðbinda og „natúralísera“ hann) og að þá sé því lítt sinnt hvernig frumtextinn geti tekið skapandi þátt í þýðingu verksins. En það sem ég hef kallað textafylgni Helga Hálfdanarsonar ein- kennist hinsvegar mjög af því að uppbótarstarf þýðingarinnar gerir ekki aðeins ráð fyrir viðteknum gildum íslensks máls og skáldskapar, heldur tengist einmitt einskonar ákvarðanavef sem spunninn er úr eigindum frum- textans. Sem dæmi má taka annan orðaleik í Hamlet. Þegar Póloníus spyr Hamlet hvað hann sé að lesa: „What is the matter, my lord?“ þykist Hamlet misskilja orðið „matter“: „Between who?“ (II.2.193-194). Andstætt Pól- oníusi skiljum við þetta líklega sem vísun Hamlets til gagnkvæms en dulins fjandskapar milli hans og konungs. Ekki gengur að þýða „matter“ orðrétt, svo að Helgi lætur Póloníus spyrja um orðin á bók Hamlets: „Hvað felst í þeim,herra?“ogHamletsvara: „Ereitthvað að fela?“ (bls. 153). Meðþvíað Hamlet þykist skilja „felst“ sem „er falið“ spyr hann að vísu annarrar spurningar en í frumtexta, en þó brennandi spurningar í leikriti þar sem fram fer svo magnþrunginn felu-leikur og þar sem Hamlet er sífellt að fela sig bakvið ruglingsleg orð. Pýðing myndmáls: sköpun og tryggð Einna merkilegust dæmi um slíka uppbót er að finna í þýðingu Helga á myndmáli Shakespeares. Orðið „pregnant“ er afar mikilvægt í Hamlet, þar sem ekki er aðeins vikið iðulega að sýkingu, rotnun og frjósemi, eins og áður gat, heldur einnig getnaði, fæðingu og kynferðis- og þroskaferli. Helgi er ekki ávallt fær um að varðveita þetta orð og þar með skírskotun þess til heims- myndar verksins. Til dæmis er Póloníus segir um Hamlet: „How pregnant sometimes his replies are“ (II.2.208-209), þá verður það undir í stigveldi merkingarinnar: „hvað svörin hans eru stundum útundir sig!“ (bls. 154). En svo gerist það oftar en einu sinni að við rekumst á þetta orð í íslenska textanum þótt það sé ekki í frumtextanum. Við sjáum dæmi um þetta í einræðu konungs sem vitnað var til hér að framan og einnig þegar Hamlet spyr hví vofan sæki til hans, „Making night hideous . . . “ (1.4.54). Helgi þýðir: „svo nóttin þungast / ógnum . . . “ (bls. 135). Hér sér hann færi á að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.