Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 9

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 9
ANDVARI FRÁ RITSTJÓRA 7 þegar það átti að hafa vit fyrir atvinnulífinu í stóru og smáu, kemur reglu- gerða- og eftirlitsbáknið sem reynir að anda hæfilega þungt ofan í hálsmálið á hinu frjálsa framtaki til að halda því, nauðugu viljugu, á dygðabraut sam- keppninnar." (Samvinnuhreyfingin í sögu Islands, 72-73). Þetta „eftirlitsbákn" hefur komið mjög við sögu síðustu mánuði þar sem um er að ræða harkaleg viðbrögð við ætluðu ólögmætu samráði olíufélag- anna sem í raun hafi með því móti hlunnfarið almenning í landinu stórlega. Það mál allt er í leikmannsaugum sérkennileg uppákoma í ljósi þess að til skamms tíma hefur þessi sami almenningur haft sterklega á tilfinningunni að samráð um olíuverð væri skipulega stundað af þessum félögum, enda þá talið sjálfsagt! En nú er öldin önnur. Eftirlitið á að gæta hagsmuna fólksins, athafnafrelsi hinna sterku í atvinnulífinu á að vera sem mest, ríkisvaldið á að gera sem minnst nema setja almennar reglur. En þessum reglum og eftirliti hins opin- bera virðast snjallir kaupsýslumenn vel geta komist framhjá. Því varla hefur það verið ætlunin með markaðsfrelsinu að samkeppnin leiddi af sér fákeppni með þeim hætti að örfáar viðskiptablokkir sölsi undir sig mestallan markað- inn, kaupi upp eða drepi af sér keppinauta, eins og hefur verið að gerast á síð- ustu árum, til dæmis í matvörunni. Hvað er þá orðið um þá blessun sem virk samkeppni átti að færa neytandanum? Valdið yfir fjármagninu safnast á æ færri hendur. Stór skref eru stigin í þeim efnum nú á haustdögum þar sem fáeinir menn hafa náð yfirráðum yfir helstu fyrirtækjum landsins. Og er ekki dálítið kyndugt, svo ekki sé meira sagt, á tímum þessa vaxandi fámennis- valds yfir auðmagninu, að rifja nú upp þau ramakvein sem oft voru rekin upp um það að samvinnufélögin gömlu, samtök almennings, stunduðu grimma einokun! * Það er sem sagt frelsi einstaklingsins sem ræður núna. Blaðamenn eru farnir að skrifa innblásnar greinar þar sem þeir lýsa þeirri draumsýn að losna undan almannavaldinu: „Væri lífið ekki skemmtilegra ef það væri ekkert ríkisvald? Engin valdbeiting. Engir ráðherrar, stjómmálamenn eða opinberir starfs- menn. Engin sóun. Engar stofnanir, stjómsýsla eða skrifræði. Ekkert bákn. Bara frjálsir einstaklingar sem eiga vinsamleg samskipti á frjálsum markaði.“ (Björgvin Guðmundsson, Viðhorf, Mbl. 20. ágúst 2003). Já, væri þetta ekki dásamlegt, eins og í Edensgarði fyrir syndafall? Auð- vitað dettur blaðamanninum ekki í hug að unnt sé að hverfa til þessarar for- tilveru mannkynsins. En tilefni útópíu greinarhöfundar er það að honum blöskrar hvemig menn herja stöðugt á ríkisvaldið til að gæta hagsmuna sinna. Annar blaðamaður upptendraðist á fundi Verslunarráðs íslands með breskum frjálshyggjuspámanni frá stofnun sem kennd er við sjálfan Adam
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.